Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Bonita Bredenhann – (30. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 15-30 í Lalla Aicha Tour School 2013.  Hér verða nú kynntar 6 stúlkur sem deildu 9. sætinu í  Lalla Aicha Q-school 2013, en það voru:  Charlotte Ellis,  Kate Burnett, Maria Salinas, Julia Davidsson, Alexandra Vilatte og Bonita Bredenhann. Við byrjum á Bonitu, en hún er fyrsti kylfingurinn frá Namibíu til þess að spila á LET. Sjá má viðtal við Bonitu sem blaðafulltrúi LET tók með því að SMELLA HÉR: 

Fullt nafn: Bonita Bredenhann

Ríkisfang: frá Namibíu (sú fyrsta þaðan til að spila á LET!!!)

 

Fæðingardagur:  15. júní 1992.

Fæðingarstaður:  Windhoek, Namibia.

Gerðist atvinnumaður: 1. janúar 2013.

Hæð: 175cm.

Hárlitur: Brúnn.

Augnlitur: Brúnn.

Byrjaði í golfi: 1. janúar 1996, þá 7 ára. Vann fyrsta mótið sitt,  Walvisbaai Open, 8 ára ung.

Mestu áhrifavaldarnir í golfinu: Foreldrar og fyrsti þjálfarinn Douglas Wood.

Áhugamál: Að spila snooker og hlusta á tónlist.

Áhugamannsferill: Sigraði í fjölda unglingamóta og opinna móta í Namibíu á árunum 2004-2012. Náði í fyrsta sinn holu í höggi í móti á Women’s SA Open árið 2008. Árið 2010 sigraði Bredenhann í Western Province Championships í Suður-Afríku og á Boland Open holukeppninni í Suður-Afríku.  Árið 2011, sigraði hún á Mpumalanga championships í Suður-Afríku. Í fyrra, 2012, varð Bredenhann suður-afrískur holukeppnismeistari, eins tók hún þátt í South African Inter-Provincial Stroke Play og Coastal Open Namibia Swakopmund. Var í landsliði Namibíu 2005-2012. Hlaut fjölda viðurkenninga á árunum 2009-2012.

Hápunktar ferilsins: Holukeppnismeistari Suður-Afríku, 2012.
Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: T-9.