Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni á 76 höggum í Louisiana

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State luku í gær leik á Carter Plantation Intercollegiate, en mótið var í boði Southeasters Louisiana University. Þátttakendur voru 66 frá 12 háskólum.

Spilað var á golfvelli Carter Plantation golfklúbbsins í Springfield, Louisiana en völlurinn er par-72 og 7104 yarda (6496 metra) langur. Þetta er fyrsti völlurinn sem PGA leikmaðurinn David Toms hannaði, en sjá má myndir af honum á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Þetta var tveggja daga mót sem fór fram 18.-19. mars og var lokahringurinn spilaður í gær.

Andri Þór var á 4. besta skori liðs síns – bætti sig á öðrum degi um 4-6 högg frá fyrri keppnisdegi.  Samtals spilaði Andri Þór á 236 höggum (78 82 76) og  hafnaði í 50. sæti, sem hann deildi með öðrum, fór upp um 4 sæti frá fyrri keppnisdegi!

„Ofurstaliðið“ (The Colonels) golflið Nicholls State varð í næstneðsta eða 11. sætinu, í liðakeppninni – sem sagt ekki besta mót Ofurstanna á keppnistímabilinu!

Næsta mót golfliðs Nicholls State er ASU Red Wolves Intercollegiate, sem fram fer 1.-2. apríl 2013 á golfvelli Ridge Point CC í Jonesboro, Arkansas.

Sjá má úrslit á Carter Plantation Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: