Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 09:15

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer luku leik í 7. sæti á Pinehurst mótinu

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012 og „The Falcons“, golflið Pfeiffer háskóla luku leik í gær á The Wingate Pinehurst Challenge, sem fram fór dagana 18.-19. mars 2013 í Norður-Karólínu.

Þátttakendur voru 90 frá 16 háskólum.

Stefanía Kristín var á 3. besta skori liðs síns „The Falcons“, samtals 166 höggum (85 81) og bætti sig því um 4 högg milli daga. Hún lauk keppni T-27, fór upp um 2 sæti í einstaklingskeppninni.

„The Falcons“, lið Pfeiffer háskóla lauk keppni í  7. sæti og taldi skor Stefaníu Kristínar, sem var á 3. besta skori liðsins.

Næsta mót Stefaníu Kristínar og „The Falcons“ er Agnes McAmis Memorial, sem fram fer í Greenville, Tennessee, dagana 8.-9. apríl n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Wingate Pinehurst Challenge SMELLIÐ HÉR: