Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 10:15

PGA: Brandt Snedeker kominn aftur til keppni eftir meiðsli – Myndskeið

Nr. 4 á heimslistanum, Brandt Snedeker er stiginn upp úr rifbeinsmeiðslum, sem hann hefir þjáðst af í nokkurn tíma og tekur þátt í móti vikunnar á PGA Tour, Arnold Palmer Invitational.

Snedeker vann AT&T mótið á Pebble Beach í s.l. mánuði, en hefir alveg verið frá keppni síðan þá.

Í meðfylgjandi myndskeiði talar hann um meiðsli sín og segir m.a. að meiðslin geti varað allt frá 2-8 vikum. Hann hafi alls ekki viljað missa af the Masters risamótinu vegna meiðslanna og því tekið það rólega.

Meiðslin hafi ekkert pirrað hann við æfingar fyrir Arnold Palmer Inv. þó hann væri enn svolítið sár, sem væri viðbúið.

Til þess að sjá myndskeið þar sem Brandt Snedeker talar um veikindi sín SMELLIÐ HÉR: