Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 09:00

Arnold Palmer gefur $200.000 til First Tee í Flórída

Mót vikunnar á bandaríska PGA er Arnold Palmer Invitational sem fram fer á Bay Hill og hefst nú á morgun.

Það er  Tiger Vonn Woods sem á titil að verja!

Golfgoðsögnin (Arnold Palmer), sem mótið er kennt við, er afar rausnarlegur.

Þannig gaf hann First Tee í Flórída nú á dögunum $ 200.000 (yfir 24 milljónir íslenskra króna), en fjárhæðinni er m.a. ætlað að fara í styrktarsjóð sem kenndur er við kónginn (Arnie Palmer).

Talið er að 45.000 ungmenni, sem eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni eigi Arnie mikið að þakka, en golfíþróttin er mjög dýr í Bandaríkjunum og margar fjölskyldurnar, sem ekki geta staðið undir þeim kostnaði sem fylgir þátttöku barnanna sinna í golfi (útbúnað, þátttökugjöld í mótum og keyrslur landshorna á milli, svo fátt eitt sé nefnt).  Því er styrkur Arnie mörgum kærkominn!!!