Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 20. 2013 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Matt Jones – (13. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.

Nú er komið að 3 strákum sem deildu 14. sætinu þeim: Matt Jones, Robert Karlsson og Eric Meierdierks.  Eric Meierdierks og Robert Karlsson hafa þegar verið kynntir og bara eftir kynningin á Matt Jones af þeim sem voru í 14. sæti á Q-school.

Matt Jones fæddist 19. apríl 1980 í Sydney, New South Wales í Ástralíu og er því 32 ára. Í dag býr Jones í Scottsdale, Arizona. Jones útskrifaðist frá University of Arizona 2001 og það ár gerðist hann atvinnumaður.  Í bandaríska háskólagolfinu var hann m.a. first team All-American.

Árið 2004 komst Jones á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) en blómstraði ekki fyrr en 2007. Eftir af hafa aðiens náð 8 topp-10 áröngrum fyrstu þrjú keppnistímabil sín 2004-2006 þá jafnaði hann þann árangur næstum á aðeins 1 keppnistímabili, 2008, þar sem hann varð í 2. sæti 4 sinnum og tapaði þar af 2 sinnum í bráðabana um 1. sætið.  Hann var í 2. sæti á peningalistanum og var nýliði á PGA Tour 2008.

Jones fann sig ekki á nýliðaári sínu 2008. Besti árangur hans var T-4 á Honda Classic og Buick Open. Hann lauk keppnistímbilinu með verðlaunafé upp á $775,899 og náði ekki að vera meðal tekjuhhæstu 125. kylfinga á peningalistanum og fékk því aðeins takmarkaðan spilarétt 2009.

Það ár varð Jons tvívegis T-5 á Buick Invitational og John Deere Classic. Hann fór því í Q-school í desember 2009 þar sem hann varð í 3. sæti og hlaut kortið sitt fyrir 2010 keppnistímabilið.  Nú þurfti hann enn einu sinni í Q-school og í þetta sinn í desember 2012 varð hann í 14. sæti og keppir því að nýju á PGA Tour.  Matt Jones keppir líka á Ástral-Asíu túrnum.