Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 08:45

EDP: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lauk í gær keppni á Red Sea Egyptian Classic mótinu, í Egyptalandi, sem er hluti af þýsku EDP-mótaröðinni.

Spilað var á golfvelli Sokhna golfklúbbsins (Ain El Sokhna) og voru þátttakendur í mótinu, sem stendur 19. -21. mars, 83 talsins

Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð þrátt fyrir að bæta sig um 1 högg milli daga, var 3 höggum frá niðurskurðarlínunni.

Samtals lék Þórður Rafn á 7 yfir pari, 151 höggi (76 75) og komst sem segir ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni, þar sem hann var miðaður við samtals 4 yfir pari.

Næsta mót Þórður Rafns ter einnig í Egyptalandi og hefst þriðjudaginn n.k., 26. mars 2013.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag  Red Sea Egyptian Classic SMELLIÐ HÉR: