Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 07:45

PGA: Tiger nr. 1 á ný

Tiger trónir enn á ný á toppi heimslistans eftir 2 1/2 árs fjarveru. Varðandi endurtöku sína á 1. sætinu sagði Tiger m.a.í viðtali eftir sigurinn:„Þetta var aukaafurð mikillar vinnu, þolinmæði og þess að koma sér aftur til þess að spila í mótum. Ég hef sigrað í nokkrum golfmótum […] og því færst upp (á heimslistanum).“ Tiger er loksins kominn ínnan þægindaramma síns, þangað sem honum finnst hann eiga að vera – með nýja og glæsilega kærestu upp á arminn, þar sem er skíðadrottningin Lindsey Vonn. Merkilegt hvernig ástin getur umbylt golfleik … jafnvel besta kylfings í heimi! Tiger veltir sam-Nike-auglýsanda sínum, Rory McIlroy úr 1. sætinu í dag, eftir að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 07:30

Hver er kylfingurinn: Beatriz Recari?

Beatriz  Recari frá Spáni sigraði á Kia Classic á LPGA mótaröðinni á golfvelli Aviara golfklúbbsins í Carlsbad, Kaliforníu nú sl. helgi, en mótið fór fram 21.-24. mars 2013.  Þetta er 2. sigur Recari á LPGA og 3. sigur hennar á atvinnumannsferlinum en hún hefir auk þess sigraði 1 sinni á Evrópumótaröð kvenna. En hver er þessi fallegi, spænski kylfingur? Beatriz Recari Eransus fæddist 21. apríl 1987 í Pamplona á Spáni og er því 25 ára. Foreldrar hennar eru José Luis Recari og Navidad Eransus. Á yngri árum sínum eyddi hún miklum tíma með ömmu sinni, (móður móður Beatriz) og amman innprentaði henni gildi trúar, fjölskyldu og aga. Beatriz telur það vera Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 07:15

Rory fer til Haiti fyrir Masters

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy mun verja vikunni fyrir Masters risamótið í ferð á vegum mannréttindasamtaka til hins jarðskjálftahrjáða Haiti. Rory ætlar að hitta krakka á Haiti og fjölskyldur þeirra, sem urðu illa úti í jarðskjálftunum 2010 og hann veitti hjálparhönd þá, mánudaginn-þriðjudaginn 1.-2. apríl 2013, til þess að sjá hvernig líf þeirra hefir breyst. Rory fór líka til Haiti 2011.  Það ár vann hann fyrsta risamót sitt, Opna bandaríska, á Congressional með metskori – átti 8 högg á næsta mann, Jason Day. Rory er sendiherra Íra við UNICEF og hefir líka stofnað sín eigin góðgerðarsamtök til hjálpar börnum í heiminum. Hinn 23 ára Norður-Íri sagði að hann væri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 07:00

GK: Risapáskapúttmót Hraunkots

Um páskana verður haldið púttmót í Hraunkoti. Verðlaun eru óvenju glæsileg, allt frá golfkúlum upp í utanlandsferð. Fyrikomulag verður þannig að föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag geta allir komið og tekið þátt, spilað tvo hringi, þar sem betri hringurinn telur. Hver og einn getur keypt eins marga hringi og hann vill. Þátttökugjald aðeins kr. 500 per hring. Heitt á könnunni. Vinningar eru m.a. utanlandaferð með Icelandair til Evrópu, úttektir hjá Epli.is, pútter, flísjakkar (barna) frá Zo-on, hanskar, lúffur, peysur, inneign í golfbúð Keilis, Titleist húfur, boltakort í Hraunkot, golfkennsla hjá Sigga Palla, golfkennsla hjá Jóa Hjalta, golfboltar, handklæði, skorkortaveski o.fl. Eftirfarandi verðlaun eru veitt í risapáskapúttmótinu: 1. sæti Wishon golf pútter Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 20:30

PGA: Tiger sigraði á Arnold Palmer Inv.

Tiger Woods sigraði í dag í 8. sinn á Arnold Palmer Invitational og veltir þar með Rory McIlroy úr 1. sæti heimslistans. Tiger spilaði á samtals 13 undir pari, 275 höggum (69 70 66 70) og átti 2 högg á Justin Rose, sem varð í 2. sæti, á samtals 11 undir pari, 277 höggum (65 70 72 70). Í 3. sæti urðu 4 kylfingar: Rickie Fowler, Gonzalo Fdez-Castaño, Mark Wilson og Keegan Bradley á 8 undir pari, 280 höggum, hver. Einn í 7. sæti varð Daninn, Thorbjörn Olesen á samtals 7 undir pari, 281 högg (69 73 66 73). Í pokanum hjá sigurvegaranum, Tiger, voru eftirfarandi NIKE kylfur: Dræver: Nike VR Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 20:00

Palmer, Tiger og Trevino auglýsa nýja PGA Tour 14 tölvuleikinn – Myndskeið

Nýi PGA Tour 14 tölvuleikurinn er kominn á markaðinn …. og til þess að auglýsa hann er jafnframt komin ný og skemmtileg auglýsing með þeim Arnold Palmer, Tiger Woods og Lee Trevino í aðalhlutverki. Til þess að sjá nýju auglýsinguna þar sem ofangreindu 3 kljálst m.a. við óyndismenn sem hyggjast ræna þá risatitlunum SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 17:00

10 staðreyndir um golf

Staðreynd nr. 1: Lengsti golfvöllur heims er golfvöllur International golf club, sem er í  Massachusetts, í Bandaríkjunum. Völlurinn er 7600 metra langur. Staðreynd nr. 2: Fyrsti golfboltinn, sem notaður var á 16. öld er talinn hafa verið úr tré. Staðreynd nr. 3: U.þ.b. 25% kylfinga í heiminum eru konur. Staðreynd nr. 4: Fyrstu golfreglurnar voru samdar í Edinburgh, Skotlandi af the Gentleman Golfers of Leith. Staðreynd nr. 5: Fyrsta skrásetta hola í höggi er frá árinu 1868 og sá sem átti draumahöggið var Tom Morris í Opna breska í Prestwick, Skotlandi. Staðreynd nr. 6: Lengsta skrásetta púttið er 114 metrar. Staðreynd nr. 7 Fjöldi dælda á golfbolta er annaðhvort 336 á bandarískum bolta eða 330 á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 14:30

Nýju strákarnir á PGA 2013: Michael Letzig – (14. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 10. sætinu þeim: Michael Letzig, Jeff Gove og Fabian Gomez.  Hér í kvöld byrjum við á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins í dag er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 19 ára afmæli í dag. Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili. Hún var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010. Guðrún Brá varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2011. Guðrún Brá tók þátt í Duke of York mótinu 2011 og 2012 og stóð sig vel, bæði skiptin. Guðrún Brá var í landsliðshóp íslenskra kylfinga 2012 og er í núverandi landsliðshóp 2013, völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara og fór m.a.í æfingaferð í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 02:40

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía og Wake Forest luku leik í T-5 á LSU Golf Classic

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest léku nú um helgina á LSU Golf Classic mótinu, sem fram fór í The University Club, í Baton Rouge í Louisiana. Þátttakendur í mótinu sem stóð 22. -24. mars 2013 voru 79 frá 14 háskólum. Ólafía Þórun spilaði á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (70 78 72) og bætti sig með hverjum hring.  Hún varð T-23 þ.e. deildi 23. sætinu í mótinu með 3 öðrum og var á næstbesta skori Wake Forest. Golflið Wake Forest varð í T-5  í liðakeppninni, þ.e. deildi 5. sætinu með golfliði Georgia háskóla. Sjá má úrslitin í LSU Golf Classic mótinu með því að SMELLA HÉR:  Lesa meira