
Nýju strákarnir á PGA 2013: Michael Letzig – (14. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.
Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.
Nú er komið að 3 strákum sem deildu 10. sætinu þeim: Michael Letzig, Jeff Gove og Fabian Gomez. Hér í kvöld byrjum við á Michael Letzig.
Michael Richard Letzig fæddist 7. maí 1980 í Richmond Missouri og er því 32 ára. Í dag býr hann í Kansas City, Missouri.
Letzig útskrifaðist frá Richmond High School in 1998, þar sem hann var aðalmaðurinn í að golflið skólans The Spartans unnu Class 2 ríkismeistarann og hann vann einnig einstaklingskeppnina í sama móti.
Hann lauk gráðu í viðskiptum frá University of New Mexico fyrir 10 árum, 2003 og spilaði öll 4 árin í bandaríska háskólagolfinu, m.a. ásamt núverandi félögum sínum á PGA Tour: Spencer Levin and Wil Collins. Það var Collins sem fékk hann til þess að koma í University of New Mexico, þegar þeir hittust á unglingamóti í golfi í Colorado. Letzig var fljótur að vekja athygli á sér í háskólagolfinu en sem 1. árs nemi, 1995 var hann á 3 undir pari, 33 höggum í fyrsta háskólamóti sínu sem er enn metið í Missouri fyrir lægsta skor á 9 holum á par-36 velli. Meðan Letzig var í University of New Mexico, var hann m.a. valinn All-American sem 1. árs nemi (freshman) og eins Mountain West leikmaður ársins 2003.
Letzig gerðist atvinnumaður í golfi 2003 og vann fyrsta mótið sem hann tók þátt í sem atvinnumaður: New Mexico Open.
Næstu sigrar hans komu á NGA Hooters Tour: á the Indian Lakes Resort Classic í Illinois og í the Statesville Classic í Norður-Karólínu.
Síðasti af 4 sigrum hans vannst á móti á Gateway Tour, sem fram fór 2012 í Arizona, þar sem hann átti frábæran hring og á fimm holum í röð fékk hann m.a. 2 erni og 3 fugla og vann mótið með 2 höggum.
Letzig komst í 1. skiptið á PGA Tour 2008 eftir að hafa orðið í 12. sæti á peningalista Nationwide Tour 2007 og hélt korti sínu til ársins 2009 þegar hann varð 93. á peningalistanum. Hann var 5 sinnum meðal efstu 10 í mótum 2008. Hann var tvívegis meðal efstu 10 árið 2009 í fyrsta lagi á RBC Canadian Open og síðan spilaði hann lokahringinn með Tiger Woodsá the Buick Open. Eini topp-10 árangur hans á PGA Tour 2010 var á RBC Canadian Open, og árið 2011 á Reno-Tahoe Open.
Letzig hefir hvorki sigrað á PGA Tour né á Nationawide Tour (nú Web.com Tour) en hann varð í 2. sæti á Ginn sur Mer Classic á eftir Ryan Palmer og munaði aðeins 1 höggi að hann ynni fyrsta sigurinn. Besti árangur hans á Nationawide Tour var 2. sætið árið 2007 á Nationwide Tour Championship í Barona Creek.
Að lokum: Letzig segir þá manneskju sem hann dáist mest að vera ömmu sína. Í golfinu er fyrirmyndin Payne Stewart og svo er Travis Patrana í mótorcrossinu í miklu uppáhaldi.
Í golfinu er þátttaka í Big Stakes Tournament meðal hápunkta á ferlinum.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022