Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 02:30

LPGA: Beatriz Recari sigraði á Kia Classic

Beatriz Recari frá Spáni sigraði á Kia Classic golfmótinu á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu nú rétt í þessu.  Recari spilaði á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 67 69 74).  Hún var jöfn IK Kim (71 67 70 71) frá Suður-Kóreu eftir hefðbundnar 72 holur og varð því að koma til bráðabana milli þeirra.  Spila þurfti par-4 18. holuna tvisvar áður en úrslit fengust. Eftir 1. skiptið voru báðar á pari og í seinna skiptið fékk Beatriz glæsifugl en Kim tapaði á parinu. Í 3. sæti urðu 3 kylfingar: Pornanong Phattlum frá Thaílandi og bandarísku kylfingarnir Mo Martin og Cristie Kerr allar á samtals 8 undir pari, 280 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 02:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik T-11 á Furman mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið Eastern Tennessee State University (ETSU) léku á Furman Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 22.-24. mars s.l. og lauk í gær.  Spilað var á Furman University golfvellinum í Greenville, Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 126 frá 21 háskóla. Guðmundur Ágúst lék á samtals 222 höggum (72 74 76) og hafnaði í 33. sæti í einstaklingskeppninni, en sætinu deildi hann með 6 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-33 (T er eiginlega stytting úr ensku og stendur fyrir „tied“ og þýðir að nokkrir leikmenn eða nokkur lið, a.m.k. fleira en 1, seú spyrt eða hnýtt saman í sætistölunni sem alltaf fylgir fyrir aftan). Guðmundur Ágúst var á 3. besta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 01:00

PGA: Arnold Palmer Invitational frestað vegna veðurs – Hápunktar og högg 4. dags

Nú í dag, mánudagsmorguninn 25. mars 2013 ræðst loks hver stendur uppi sem sigurvegari í Arnold Palmer Invitational.  Tekst Tiger Woods að standa  uppi sem sigurvegari og verja titil sinn? Það ræðst í dag vegna slæms veðurs, sem var í aðalhlutverki á Bay Hill í gær og frestaði öllum leik.  Hápunktur 4. dags var einmitt veðrahamurinn sem reið yfir golfvöllinn, stormur og rigning og má sjá myndskeið frá því með því að SMELLA HÉR: Nokkrir fóru út og kláruðu að spila nokkrar holur og var högg Sergio Garcia valið högg 4. dags SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn, sem lokið verður við í dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 20:30

PGA: Arnold Palmer Invitational í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er Arnold Palmer Invitational.  Allir bestu kylfingar heims eru í mótinu. Tekst Tiger, sem á titil að verja,  að landa 1. sætinu á heimslistanum að nýju? Útsending á netinu í beinni hófst kl. 19:30 Til þess að sjá frá Arnold Palmer Invitational í beinni SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 20:30

PGA: Arnold Palmer Invitational í beinni

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 13:00

Ákvarðanir R&A um reglu 6-3 a – Undantekningar frá frávísun komi kylfingur of seint á teig (1. grein af 5)

Nú á fimmtudaginn s.l. 21. mars 2013 fór fram fræðslu- og umræðufundur dómaranefndar GSÍ um hvað gera megi til að bæta leikhraða. Þórður Ingason, alþjóðadómari ræddi á fundinum um „5 mínútna regluna“ svokölluðu, þ.e. reglu 6-3a í golfreglum R&A.  Reglan gengur út á að ef kylfingur mætir allt að 5 mínútum of seint á teig eigi hann ávallt rétt á að hefja leik gegn viðurlögum upp á 2 högg í víti.  Mæti hann seinna sætir hann frávísun.   Mæti kylfingur meira en 5 mínútum of seint hlýtur hann frávísunarvíti. Mínúturnar 5 skv. reglu 6-3 a eru því undantekningin frá því að kylfingur hljóti frávísun. Á reglu 6-3 a er undantekning. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Dorothy Campbell – 24. mars 2013

Það er Dorothy Campbell, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún var fædd 24. mars 1883 og hefði því átt 130 ára afmæli í dag. Dorothy Iona Campbell (fædd 24. mars 1883 – dáin 20. mars 1945) var fyrsti kvenkylfingurinn sem eitthvað kvað að á alþjóðavettvangi. Hún var einnig þekkt undir nöfnunum Dorothy Hurd, Mrs. J.V. Hurd og sem Dorothy Howe. Eins var hún þekkt undir sambreiskingnum Dorothy Campbell Hurd Howe. Dorothy Campbell 1909 Hún fæddist inn í mikla golffjölskyldu í Norður Berwick á Skotlandi og byrjaði að sveifla kylfum aðeins 18 mánaða gömul. Innan örfárra ára var hún farin að keppa við systur sína. Hún var fyrsta konan til að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 09:45

GSG: Karl Hólm og Bjartmar Már Björnsson sigurvegarar á Marsmóti nr. 4

Í gær fór fram 4. Marsmótið á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga. Leikfyrirkomulag var sem fyrr höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og veitt verðlaun fyrir besta skor og 3 efstu sætin í punktakeppninni. Þátttakendur voru 52 og luku 46 keppni, þar af 5 konur og stóð Guðmundína Ragnarsdóttir, GO, sig best af þeim bæði í höggleik og punktakeppninni. Á besta skorinu var heimamaðurinn Karl Hólm, GSG, spilaði Kirkjubólsvöll á 3 yfir pari, 75 höggum.  Hann deildi líka 1. sætinu í punktakeppninni með Bjartmari Má Björnssyni, GA, 34 punktum, en gat ekki tekið verðlaun í báðum flokkum. Í 2. sæti í punktakeppninni varð Birgir Arnar Birgisson, á 32 punktum (18 punktum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Kiradech Aphibarnrat sigraði á Maybank Malaysia Open

Hinn 23 ára Thaílendingur Kiradech Aphibarnrat  vann nú fyrr í morgun fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinnni, þ.e. eftir að Maybank Malaysia Open hafði verið stytt í 54 holu mót. Aphibarnrat rétt náði að spila 2 holur í gær þegar mótinu var frestað vegna þrumuveðurs og kláraði hinar 16 í morgun og tókst að halda sínu gegn mun frægari nöfnum  Spáð var áframhaldandi þrumum og eldingum seinna um daginn og því var mótið stytt í 54 holur. Samtals spilaði Aphibarnrat á 13 undir pari, 203 höggum (65 68 70).   „Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Aphibarnrat þegar úrsltin lágu fyrir. „Ég þakka fjölskyldu minni, móður minni og föður fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2013 | 08:00

GS: Eiríkur Guðmundsson og Pétur Már Finnsson sigruðu á 1. móti í Gullmótaröð Egils

Í gær fór fram á Hólmsvelli í Leiru 1. mótið í Gullmótaröð Egils. Þátttakendur voru 145 og 143 luku keppni, þar af 4 konur og stóð Þorbjörg Jónína Harðardóttir, GK, sig best þeirra bæði í höggleiknum  (84) og punktakeppninni (34). Leikfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Fyrir besta skor voru veitt í 1. verðlaun: Vörur frá Ölgerðinni að verðmæti kr. 20.000 og í punktakeppninni voru auk þess veitt verðlaun fyrir 2.-4. sætið: Vörur frá Ölgerðinni fyrir kr. 15.000 fyrir 2. sætið; fyrir 10.000 fyrir 3. sætið og fyrir 8.000 fyrir 4. sætið. Á besta skorinu 1. móti Egils Gullmótaraðarinnar var Eiríkur Guðmundsson, GSE en hann spilaði Hólmsvöll Lesa meira