Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 07:30

Hver er kylfingurinn: Beatriz Recari?

Beatriz  Recari frá Spáni sigraði á Kia Classic á LPGA mótaröðinni á golfvelli Aviara golfklúbbsins í Carlsbad, Kaliforníu nú sl. helgi, en mótið fór fram 21.-24. mars 2013.  Þetta er 2. sigur Recari á LPGA og 3. sigur hennar á atvinnumannsferlinum en hún hefir auk þess sigraði 1 sinni á Evrópumótaröð kvenna. En hver er þessi fallegi, spænski kylfingur?

Beatriz Recari

Beatriz Recari

Beatriz Recari Eransus fæddist 21. apríl 1987 í Pamplona á Spáni og er því 25 ára.

Foreldrar hennar eru José Luis Recari og Navidad Eransus.

Á yngri árum sínum eyddi hún miklum tíma með ömmu sinni, (móður móður Beatriz) og amman innprentaði henni gildi trúar, fjölskyldu og aga.

Beatriz telur það vera ástæðuna fyrir að hún hafi keppst við að ná sem bestum árangri í öllu sem hún tók sér fyrir hendur.

Þegar Beartriz var 9 ára gömul var aðaláhugamálið píanótímarnir en 2 árum síðar var tímunum skipt út fyrir golfsett. Þegar hún spurði foreldrana hvort hún mætti skipta yfir í golfið var það leyft á stundinni undir 1 skilyrði: “þegar það rignir á laugardögum eða sunnudögum og það er reglulega kalt út, þá förum við líka að æfa.” Beatriz samþykkti skilyrðin.

Á næstu árum gekk vel að höndla golfæfingarnar og skólann (en hún var í Sagrado Corazon þar til hún var 16 ára og í Carmelitas Vedruna skólanum á aldrinum 16-18). Að ferðast á mót með skólabækurnar og gera heimaverkefni á flugvöllum varð að rútínu. Á þessum árum vann Beatriz mót eins og Copa de la Reina árið 2004, Coupe d’Esmond 2005, hún var í Junior Solheim Cup liðinu árið 2005, meðal annars.

Eftir að hafa spilað á síðasta mótinu áður en hún hóf hagfræðinám við Universidad de Navarra á Spáni, þá ákvað hún að gerast atvinnumaður, meðan hún var enn stúdent í háskóla. Það tók mikið á að spila stöðugt á Ladies European Tour (á fullu korti) og standast prófin á samtan tíma, en henni tókst að ljúka fyrsta ári í hagfræði og halda kortinu á LET túrnum. Eina slæma minning Beatriz frá þessum tíma er magnið af Red Bull og dökku kaffi, sem hún drakk til þess að halda sér vakandi við lestur þennan tíma.

Upp frá þeim tíma hefir hún ákveðið að einbeita sér að golfinu ogstöðugt bætt sig keppnistímabil eftir keppnistímabil.

Árangur Beatriz Recari í þeim golfmótum, sem hún hefir tekið þátt í er m.a. eftirfarandi:

2006: Spanish Open. 20. sæti
2006: OTP Bank Open Ungverjalandi. 20. sæti
2007: BMW Ladies Italian Open. 11. sæti
2008: Finnair Ladies Masters. 3. sæti
2008: SAS Norwegian Masters. 12. sæti
2008: BMW Italian Ladies Open. 15. sæti
2009: Finnair Ladies Masters. 1. sæti
2009: Carta Sì Ladies Italian Open. 11. sæti
2009: Tenerife Ladies Open. 12. sæti
2009: Ladies German Open. 13. sæti
2009: Deutsche Bank Ladies Open. 18. sæti
2009: AIB Ladies Irish Open. 18. sæti
2010: The Mojo 6, Jamaica (16. apríl 2010). T-5 .
2010: Sybase holukeppnin í New Jersey (23. maí 2010). T-9
2010: Jamie Farr Owens Corning Classic styrkt af Kroger, Ohio (4. júlí 2010). T-10

2010: CVS Pharmacy LPGA Challenge (17. október 2010). 1. sæti
2013: Kia Classic (24. mars 2013). 1. sæti

Að lokum mætti geta áhugamála Beatriz en þau eru … og það ætti engum að koma á óvart golf… en síðan einnig tennis, fótbolti og körfubolti.

Beatriz finnst gaman að lesa og féll nýlega fyrir glæpasögum Stieg Larson; henni finnst gaman að fara í bíó eða horfa á mynd heima og svo finnst henni best þegar mamma eldar fyrir hana og eins er það að hlægja með vinunum hátt skrifað.

Heimild: Heimasíða Beatriz Recari – Ofangreind grein greinarhöfundar hefir áður birtst á iGolf í ágúst 2010 – en birtist hér lítillega breytt