Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 17:00

10 staðreyndir um golf

Staðreynd nr. 1:

Lengsti golfvöllur heims er golfvöllur International golf club, sem er í  Massachusetts, í Bandaríkjunum. Völlurinn er 7600 metra langur.

Staðreynd nr. 2:
Fyrsti golfboltinn, sem notaður var á 16. öld er talinn hafa verið úr tré.

Staðreynd nr. 3:
U.þ.b. 25% kylfinga í heiminum eru konur.

Staðreynd nr. 4:
Fyrstu golfreglurnar voru samdar í Edinburgh, Skotlandi af the Gentleman Golfers of Leith.

Staðreynd nr. 5:
Fyrsta skrásetta hola í höggi er frá árinu 1868 og sá sem átti draumahöggið var Tom Morris í Opna breska í Prestwick, Skotlandi.

Staðreynd nr. 6:
Lengsta skrásetta púttið er 114 metrar.

Staðreynd nr. 7
Fjöldi dælda á golfbolta er annaðhvort 336 á bandarískum bolta eða 330 á breskum bolta. 

Staðreynd nr. 8:
Yngsti kylfingur til þess að fara holu í höggi er hinn 5 ára Coby Orr. Það gerðist í Littleton, Colorado, árið 1975.

Staðreynd nr. 9:
Möguleikarnir á að fara 2 sinnum holu í höggi á einum og sama hringnum eru 1 á móti 67 milljónum.

Staðreynd nr. 10:
Orðið kaddý kemur er dregið af franska orðinu cadet (borið fram ka-dei), en það þýðir nemandi.  (Ýmsar aðrar tilgátur eru þó til um uppruna orðsins, þannig að Golf 1 dregur þessa síðustu staðreynd aðeins í efa).