
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Brá Björgvinsdóttir – 25. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins í dag er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Guðrún Brá er fædd 25. mars 1994 og á því 19 ára afmæli í dag. Guðrún Brá er í Golfklúbbnum Keili. Hún var valin efnilegasta golfkona Íslands 2010.
Guðrún Brá varð bæði Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í sínum aldursflokki 17-18 ára á Arionbankamótaröð unglinga 2011. Síðan unnu þau frænsdsystkinin Axel Bóasson og hún fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2011.

Frændsystkinin og tveir bestu kylfingar landsins: Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir í Keili. Þau unnu 1. mótið styrktu af Erninum á Eimskipsmótaröðinni 2011. Mynd: gsimyndir.net
Guðrún Brá tók þátt í Duke of York mótinu 2011 og 2012 og stóð sig vel, bæði skiptin.
Guðrún Brá var í landsliðshóp íslenskra kylfinga 2012 og er í núverandi landsliðshóp 2013, völdum af Úlfari Jónssyni, landsliðsþjálfara og fór m.a.í æfingaferð í febrúar 2012 á Eagle Creek, í Flórída. Síðan tók Guðrún Brá þátt í Opna írska undir 18 ára í apríl 2012 og hafnaði í 9. sæti – sem er stórglæsilegur árangur!!!

Efri röð fv.: Anna Sólveig Snorradóttir, Hildur Rún Guðjónsdóttir og Saga Ísafold Arnarsdóttir. Neðri röð fv.: Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir, Mynd: Keilir
Af öðrum keppnisferðum Guðrúnar Brá erlendis 2012 mætti geta að hún varð Evrópumeistari í Shoot-Out ásamt íslenska stúlknalandsliðinu, sem keppti European Girls Team Championship í júlí 2012. Eins var Guðrún Brá í íslenska kvennalandsliðinu sem á keppti heimsmeistaramóti áhugamanna í Tyrklandi 27.-29. september 2012.

F.v.: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Síðan er minnisstæð góð byrjun Guðrúnar Brá á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012 uppi á Skaga en þar náði hún lægsta skori sínu á ferlinum til þessa, 66 höggum, sem er vallarmet af bláum á Garðavelli og sigraði í sínum aldursflokki, 17-18 ára stúlkna.
Guðrún Brá endurtók leikinn frá 2011, þ.e. varð bæði Íslandsmeistari í höggleik á Unglingamótaröð Arion banka 2012 í Kiðjaberginu og Íslandsmeistari í holukeppni á Unglingamótaröð Arion banka í stúlknaflokki. Sjá má viðtal við hana sem Golf 1 tók eftir að hún varð Íslandsmeistari stúlkna í höggleik 2012 með því að SMELLA HÉR:

Íslandsmeistarinn í holukeppni í stúlknaflokki 2012, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK f.m.; Guðrún Pétursdóttir, GR (t.v.) varð í 3. sæti og Anna Sólveig Snorradóttir, GK, t.h. varð í 2. sæti. Mynd: gsimyndir.net
Guðrún Brá spilaði jafnframt á Eimskipsmótaröðinni 2012 og varð m.a. í 2. sæti í kvennaflokki á 1. móti mótaraðarinnar í Leirunni og var í forystu á 1. degi 2. mótsins, Egils Gull mótsins úti í Eyjum, en lauk keppni í 5. sæti í kvennaflokki. Guðrún Brá var í 4 manna úrslitum í Íslandsmótinu í holukeppni, þar sem klúbbfélagi hennar Signý Arnórsdóttir, GK vann. Hún hafnaði í 4. sæti í kvennaflokki á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar 2012, Síma mótinu í Grafarholtinu.
Af öðru merkilegu á ferli Guðrúnar Brá frá árinu 2012 mætti geta að hún mætti föður sínum, Björgvini Sigurbergssyni í Einvíginu á Nesinu, sem fram fór 6. ágúst 2012. Eins sigraði Guðrún Brá í höggleikshluta Sigga & Timo mótsins hjá GK, en mótið fór fram 25. ágúst 2012, en hún lék Hvaleyrina á 2 yfir pari, 73 höggum.
Nú nýlega sigraði Guðrún Brá í liðapúttkeppni Hraunkots ásamt „guttunum“ en einn af guttunum var bróðir hennar Helgi Snær!!! Sjá má frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:
Þeir sem vilja óska Guðrúnu Brá til hamingju með afmælið geta komist inn á Facebook síðu hennar hér fyrir neðan.
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022