Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 07:00

GK: Risapáskapúttmót Hraunkots

Um páskana verður haldið púttmót í Hraunkoti. Verðlaun eru óvenju glæsileg, allt frá golfkúlum upp í utanlandsferð.

Fyrikomulag verður þannig að föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag geta allir komið og tekið þátt, spilað tvo hringi, þar sem betri hringurinn telur. Hver og einn getur keypt eins marga hringi og hann vill. Þátttökugjald aðeins kr. 500 per hring. Heitt á könnunni.

Vinningar eru m.a. utanlandaferð með Icelandair til Evrópu, úttektir hjá Epli.is, pútter, flísjakkar (barna) frá Zo-on, hanskar, lúffur, peysur, inneign í golfbúð Keilis, Titleist húfur, boltakort í Hraunkot, golfkennsla hjá Sigga Palla, golfkennsla hjá Jóa Hjalta, golfboltar, handklæði, skorkortaveski o.fl.

Eftirfarandi verðlaun eru veitt í risapáskapúttmótinu:
1. sæti Wishon golf pútter frá Keisaranum.
2. sæti Golfkennsla hjá Sigga Palla.
3. sæti 30.000 kr hjá epli.is
4. sæti Titleist derhúfa og Titleist Pro-v1
5. sæti Inneign í golfbúð keilis 10.000 kr
6. sæti Platínukort frá Hraunkoti.
7. sæti Gullkort frá Hraunkoti.
13. sæti Flugmiði til Evrópu fyrir einn frá Icelandair.
18. sæti 20.000 kr inneign hjá epli.is
19. sæti 10.000 kr inneign hjá epli.is
27. sæti Golfkennsla hjá Jóa Hjalta PGA golfkennara.
37. sæti Golfhanski, boltar og handklæði merkt Callaway.
47. sæti Regnhlíf merkt Ping.
48. sæti Lúffur merktar Ping
50. sæti Gullkort frá Hraunkoti.

Einnig verða dregin út 5 nöfn keppenda sem fá glæsileg verðlaun.

Aukaverðlaun fyrir flesta ása á hring. Góu risa páskaegg fyrir besta hring dagsins.

Opnunartími Hraunkots yfir páskana er eftirfarandi:

Skírdag – fimmtudaginn 28. mars                                  kl. 12:00-18:00

Föstudaginn langi – föstudagur 29. mars                     kl. 12:00-18:00

Laugardagurinn 30. mars                                                 kl. 10:00-19.00

Páskadagur – sunnudaginn 31. mars                             kl. 10:00-18:00

Annar í páskum – mánudaginn 1. apríl                         kl. 10:00-20:00