Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2013 | 07:15

Rory fer til Haiti fyrir Masters

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy mun verja vikunni fyrir Masters risamótið í ferð á vegum mannréttindasamtaka til hins jarðskjálftahrjáða Haiti.

Rory ætlar að hitta krakka á Haiti og fjölskyldur þeirra, sem urðu illa úti í jarðskjálftunum 2010 og hann veitti hjálparhönd þá, mánudaginn-þriðjudaginn 1.-2. apríl 2013, til þess að sjá hvernig líf þeirra hefir breyst.

Rory fór líka til Haiti 2011.  Það ár vann hann fyrsta risamót sitt, Opna bandaríska, á Congressional með metskori – átti 8 högg á næsta mann, Jason Day.

Rory er sendiherra Íra við UNICEF og hefir líka stofnað sín eigin góðgerðarsamtök til hjálpar börnum í heiminum.

Hinn 23 ára Norður-Íri sagði að hann væri spenntur til þess að koma aftur til Haiti. Hann segir að Haiti veiti innblástur og jafnframt verði maður auðmjúkur í landi þar sem börn þurfa að berjast daglega fyrir tilvist sinni. Rory vonar að vera hans í Haiti vekii athygli á þeim harðindum, sem börn á Haiti sæta á hverjum degi.