Lið Tiger -Albany- sigraði á Tavistock
Tiger Woods og liðsfélagar í Albany golfklúbbnum unnu í gær sinn fyrsta sigur á Tavistock Cup mótinu og stöðvuðu þar með sigurgöngu Lake Nona, sem sigrað hefir 4 undanfarin skipti. Albany og Lake Nona voru efst og jöfn í gær á samtals 7 yfir pari og því þurfti að koma til tveggja keppenda betri bolta umspils. Tiger og Ian Poulter kepptu af hálfu Albany gegn þeim Graeme McDowell og Henrik Steson af hálfu Lake Nona. Poulter sökkti sigurpúttinu fyrir Albany. Þannig varð Team Albany World Golf and Country Club Champion aðeins í þriðja skiptið sem liðið tekur þátt í Tavistock Cup. Isleworth og Primland deildu 3. sætinu; Oak Tree National Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og Belmont sigruðu í S-Karólínu
Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2011, Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og „The Crusaders“, golflið Belmont Abbey tóku þátt í Bearcat Invitational mótinu í Greenwood, Suður-Karólínu, dagana 25.-26. mars s.l. Mótinu lauk í gær. Þátttakendur voru um 100 frá 18 háskólum. Arnór Ingi og „The Crusaders“ sigruðu í liðakeppninni, með samtals 878 höggum, 4 höggum á undan því liði sem varð í 2. sæti USC Aiken!!! Þetta er glæsilegur árangur!!! Skor Arnórs Inga taldi – liðsfélagi hans Adam Hedges varð í 1. sæti í einstaklingskeppninni, en Arnór Ingi var síðan á 2. besta skori The Crusaders og taldi skor hans því í sigri Belmont Abbey. Í einstaklingskeppninni varð Arnór Ingi T-16, þ.e. Lesa meira
GA: Páskapúttmót Freyju
Mótið byrjar kl 12.00 – 14.00 síðustu keppendur byrji ekki seinna en kl. 14.00. Veitt verða verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti í karla-, kvenna og unglingaflokki 18 ára og yngri Opnum kl 11.00 svo hægt er að taka æfingahring Verðlaunaafhending strax að móti loknu – Páskaegg í boði Freyju Hver keppandi spilar 2 x 18 holur og skilar inn betri hring. Mótsgjald kr. 1.000.-, kr. 500.- fyrir 18 ára og yngri (ekki hægt að greiða með korti). Opnunartími í Golfhöllinni um páskana. Opið er á skírdag og annan í páskum frá 11 – 18. Lokað föstudaginn langa og páskadag.
Þórður Rafn á 6 yfir pari
Þórður Rafn Gissurarson, GR, spilar 26.-28. mars á Red Sea Ain Sokhna Open, sem fram fer í Egyptalandi, en mótið er hluti af hinni þýsku Pro Golf Tour. Þátttakendur eru 80. Þórður Rafn lék fyrsta hringinn í dag á 6 yfir pari, 78 höggum. Á hringnum fékk hann 2 fugla, 10 pör, 5 skolla og 1 skramba. Þórður Rafn deilir sem stendur 70. sæti ásamt Wolfgang Rieder frá Austurríki. Í efsta sæti eftir 1. dag mótsins eru Frakkarnir Antoine Schwartz og Romain Schneider, en þeir spiluðu báðir á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Red Sea Ain Sokhna Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Nýju strákarnir á PGA 2013: Jeff Gove – (15. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 10. sætinu þeim: Michael Letzig, Jeff Gove og Fabian Gomez. Í gær var Michael Letzig kynntur og Lesa meira
Heimslistinn: Rose í 3. sæti
Tíðindi vikunnar eru auðvitað sú að Tiger er aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum, á þar sætaskipti við Rory McIlroy. Tiger er með 11.87 stig meðan Rory er með 11.29 þannig að munurinn á þeim er naumur og gæti Rory þess vegna náð sætinu aftur takist honum að sigra á The Masters risamótinu. Önnur tíðindi eru þau að Englendingurinn Justin Rose er kominn í 3. sætið á heimslistanum og fellir þar með Luke Donald úr 3. efsta sætinu, en Donald er komin niður í 4. sætið. Rose varð í 2. sæti á Arnold Palmer Invitational, meðan Luke Donald komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Maybank Malaysia Open. Brandt Lesa meira
Rolex-heimslistinn: Recari í 26. sæti
Spænski kylfingurinn Beatriz Recari fer upp um heil 19 sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga, nú í vikunni. Hún var í 45. sæti listans, en eftir glæstan sigur á Kia Classic nú um helgina er hækkar hún sig í 26. sætið á listanum! Á topp-10 eru afar litlar breytingar. Stacy Lewis er enn nr. 1 og Yani Tseng nr. 2; Na Yeon Choi nr. 3, Inbee Park nr. 4 og Shanshan Feng í 5. sæti. Smábreyting er á 6. sætinu en Ai Miyazato hækkar sig um 1 sæti er komin í 6. sæti Rolex-heimslistans og Jiyai Shin fer að sama skapi niður um 1 sæti í það 7. Í 8. sæti er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Edith Cummings – 26. mars 2013
Það er Edith Cummings sem er afmæliskylfingur dagsins. Edith var fædd 26. mars 1899 og dó í nóvember 1984. Hún var ein af fremstu áhugakylfingum síns tíma. Hún var ein af 4 fremstu hefðarmeyjum Chicago, þ.e. þeirra sem mesti fengur þótti í að kvænast (ens.: one of the Big Four debutantes in Chicago) í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hún varð þekkt um öll Bandaríkin eftir sigur sinn 1923 í US Women´s Amateur. Þann 25. ágúst 1924 varð hún fyrsti kylfingurinn og fyrsti kveníþróttamaðurinn til þess að birtast á forsíðu Time Magazine. Rithöfundurinn F. Scott Fitzgerald elskaði vinkonu Edith, Ginevru King, en hann gerði þær báðar ódauðlegar í bókum sínum því sögupersónan Lesa meira
Ákvarðanir R&A um reglu 6-3 a – (2. grein af 5)
Á fimmtudaginn í s.l. viku, 21. mars 2013 fór fram fræðslu- og umræðufundur dómaranefndar GSÍ um hvað gera megi til að bæta leikhraða á golfvöllum. Þórður Ingason, alþjóðadómari ræddi á fundinum um „5 mínútna regluna“ svokölluðu, þ.e. reglu 6-3a í golfreglum R&A. Reglan gengur út á að ef kylfingur mætir allt að 5 mínútum of seint á teig eigi hann ávallt rétt á að hefja leik gegn viðurlögum upp á 2 högg í víti. Mæti hann seinna sætir hann frávísun. Mæti kylfingur meira en 5 mínútum of seint hlýtur hann frávísunarvíti. Á reglu 6-3 a er undantekning. Þ.e. mótsnefnd (hér nefnd Nefndin) getur ákveðið að ekki skuli koma til þessara Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og „The Royals“ luku keppni í 2. sæti í S-Karólínu
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og „The Royals“ golflið Queens háskólans tóku í gær þátt í 1 dags móti: North Greenville University Invitational, í Tigerville, Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 45 frá 9 háskólum. Íris Katla spilaði á 85 höggum og var á 2. besta skori liðs síns, „The Royals“, sem hafnaði í 2. sæti í mótinu í liðakeppninni, samtals á 347 höggum, 1 höggi á eftir sigurvegaranum NGU, sem var á samtals 346 höggum. Næsta mót Írisar Kötlu og The Royals er Agnes McAmis Invitational, sem fram fer í Greenville, Tennessee, dagana 8.-9. apríl n.k. Til þess að sjá úrsltin á North Greenville University Invitational SMELLIÐ HÉR:








