Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 25. 2013 | 02:40

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía og Wake Forest luku leik í T-5 á LSU Golf Classic

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest léku nú um helgina á LSU Golf Classic mótinu, sem fram fór í The University Club, í Baton Rouge í Louisiana.

Þátttakendur í mótinu sem stóð 22. -24. mars 2013 voru 79 frá 14 háskólum.

Ólafía Þórun spilaði á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (70 78 72) og bætti sig með hverjum hring.  Hún varð T-23 þ.e. deildi 23. sætinu í mótinu með 3 öðrum og var á næstbesta skori Wake Forest.

Golflið Wake Forest varð í T-5  í liðakeppninni, þ.e. deildi 5. sætinu með golfliði Georgia háskóla.

Sjá má úrslitin í LSU Golf Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Ólafíu Þórunnar og Wake Forest er nú eftir nokkra daga Bryan National Collegiate, í Browns Summit, Norður-Karólínu, 29.-31. mars n.k. þ.e. föstudaginn langa og fram á Páskadag.