Afmæliskylfingur dagsins: Liebelei Elena Lawrence – 28. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er grísk-lúxembúrgíski kylfingurinn Liebelei Elena Lawerence, en hún er fædd 28. mars 1986 og því 27 ára í dag. Liebelei fluttist frá Aþenu til Lúxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Hún byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf. Gríska stúlkan með fallega nafnið spilar í dag á Evrópumótaröð kvenna (LET). Liebelei Lawrence Liebelei var í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla. Hún varð í 19. sæti á lokaúrtökumóti LET, sem fram fór Lesa meira
Ný umdeild Tiger auglýsing frá Nike
Nike er nú búið að senda frá sér enn eina Tiger auglýsinguna, sem farið hefir fyrir brjóstið á mörgum vestan hafs vegna skilaboðanna sem hún sendir út. Auglýsingin er ekkert annað en mynd af Tiger, en þvert yfir hana stendur „Winning takes care of everything.“ (lausleg þýðing: Sigur snýr öllu til betri vegar.“) Það sem mönnum finnst að auglýsingunni er að hún gefur í skyn að það að sigra og vera fremstur hvítþvoi viðkomandi sigurvegara af öllu röngu sem hann hefir gert og það gefi mönnum því móralskt séð röng skilaboð. Einhverjir ógagnrýnir aðilar kunna að hugsa sem svo að það sé allt í lagi hvað svo sem þeir geri, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og félagar í 4. skipti í 1. sæti í vetur!!!
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner háskólans í Alabama, „The Eagles“ eru svo sannarlega að gera góða hluti!!! Dagana 24.-26. mars s.l. tóku Hrafn og félagar þátt í Emmanuel College Invitational í Hartwell, Georgíu og varð liðið í 1. sæti!!! Þetta er í 4. skipti í vetur sem liðið hafnar í 1. sætinu!!! Þátttakendur í mótinu voru 51 frá 9 háskólum. Lið Faulkner háskóla hafði algera yfirburði; var 14 höggum betra en liðið í 2. sæti, gestgjafarnir í Emmanuel College í Georgiu. Samtals var lið Faulkner á 15 yfir pari, 591 höggi (298 293). Liðsfélagi Hrafns, Daniel Jansen varð í 1. sæti í einstaklingskeppni mótsins, en Hrafn var Lesa meira
Viðtalið: Siggi Sveins, GKJ.
Flestir kannast við Sigga Sveins fyrrum landsliðsmann í handbolta, sem m.a. tók þátt fyrir Íslands hönd í Ólympíuleikunum 1984 og 1988. Færri vita að hann er frábær kylfingur sem m.a. sigraði nú s.l. helgi, þ.e. 23. mars 2013, í punktahluta Opna Vormóts GKJ I og Golf Outlet. Viðtal Golf1 í kvöld er við eina bestu skyttu í handboltanum, sem Ísland hefir átt, sem nú dúndrar golfboltum ofan í holu af miklum móð – hefir m.a. næstum farið „holu í hendingu“ þ.e. „hent ofan í holu í einu kasti, en nánar um það hér í viðtalinu: Fullt nafn: Sigurður Valur Sveinsson. Klúbbur: Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ (GKJ). Af hverju ertu Lesa meira
Kynþokki selur… líka í golfi
Það sem á ensku er nefnt „Sex sells“ er hér þýtt með „kynþokki selur.“ …. og það er söluaðferð sem er jafngömul auglýsingabransanum sjálfum. Hvað er meira tælandi…. sérstaklega fyrir okkur sem þurfum að þola, kalda, gráa vordaga …. en sumarið sem framundan er? Út á það virðast jafnvel golfútbúnaðarframleiðendur gera í markaðsherferðum sínum …. t.a.m. framleiðandi Cobra, sem auglýsir nýja COBRA AMP CELL™ dræverinn með kylfingnum og módelinu Blair O´Neal , sem oftar en einu sinni hefir verið valin kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma. Í auglýsingunni er Blair bara í bikini… sem leiðir hugann að heitum sumardögum. Auglýsingin og markaðsherferðin, sem ber nafnið „Play Golf With Blair“ hefir vakið mikla umræðu Lesa meira
Þórður Rafn ekki áfram í Egyptalandi
Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Red Sea Ain Sokhna Open mótinu, sem fram fer í Egyptalandi, dagana 26.-28. mars, en mótið er hluti af hinni þýsku Pro Golf Tour. Þátttakendur eru 80. Þórður Rafn lék fyrsta hringinn í gær á 6 yfir pari, 78 höggum. Á hringnum fékk hann 2 fugla, 10 pör, 5 skolla og 1 skramba. Í dag bætti hann sig um 3 högg, var á 3 yfir pari, 75 höggum, á hring þar sem hann fékk 2 fugla, 11 pör og 5 skolla. Samtals var Þórður Rafn því á 9 yfir pari, 153 höggum (78 75). Það dugði ekki til þess að komast í gegnum Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2013: Fabián Gómez – (16. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 10. sætinu þeim: Michael Letzig, Jeff Gove og Fabian Gomez. Michael Letzig og Jeff Gove hafa þegar Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Jónsdóttir – 27. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Jónsdóttir. Steinunn er fædd 27. mars 1951 og er í Golfklúbbi Sandgerðis. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum, með góðum árangri. Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Jónsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) F. 27. mars 1951 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ignacio Garrido, 27. mars 1972 (41 árs); David Dixon, 27. mars 1977 (36 ára); rússneski kylfingurinn María Verchenova, 27. mars 1986 (27 ára) …. og …. Dansinn Lengi Lifi F. 27. mars 1947 (66 ára) Eysteinn Marvinsson F. 27. mars 1969 (44 ára) Georg Magnússon F. 27. mars Lesa meira
Donald Trump hyggur á lögsókn
DONALD Trump ætlar nú að láta kné fylgja kviði í hótunum sínum um að lögsækja skoska ríkið, en stjórn landsins samþykkti byggingu vindorkuvers undan ströndum Aberdeen, þar sem Trump International Golf Links at Balmedie Dunes er staðsettur. Trump hefir þegar stöðvað allar frekari framkvæmdir á staðnum en hann hafði m.a. áætlað að byggja 950 sumarbústaði og 500 hús og verja til þess 750 milljónum punda. Þess í stað rís nú 11 túrbínu vindorkuver (European Offshore Wind Deployment Center (EOWDC) fyrir 230 milljónir punda, undan ströndum Aberdeen, þar sem golfstaður Trump er. Þar eiga að fara fram rannsóknir, en vindverinu er einnig ætlað að framleiða orku fyrir 49.000 heimili, næstum helming allra Lesa meira
Ákvarðanir R&A um reglu 6-3 a – (3. grein af 5)
Á fimmtudaginn í s.l. viku, 21. mars 2013 fór fram fræðslu- og umræðufundur dómaranefndar GSÍ um hvað gera megi til að bæta leikhraða á golfvöllum. Þórður Ingason, alþjóðadómari ræddi á fundinum um „5 mínútna regluna“ svokölluðu, þ.e. reglu 6-3a í golfreglum R&A. Reglan gengur út á að ef kylfingur mætir allt að 5 mínútum of seint á teig eigi hann ávallt rétt á að hefja leik gegn viðurlögum upp á 2 högg í víti. Mæti hann seinna sætir hann frávísun, þ.e. mæti kylfingur meira en 5 mínútum of seint hlýtur hann frávísunarvíti. Á reglu 6-3 a er undantekning. Þ.e. mótsnefnd (hér nefnd Nefndin) getur ákveðið að ekki skuli koma til Lesa meira









