Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2013 | 00:15

PGA: DA Points í forystu á Shell Houston – Hápunktar og högg 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn DA Points, sem tekið hefir forystu á Shell Houston mótinu, sem hófst í kvöld á keppnisvelli Redstone golfklúbbsins í Humble, Texas. Points lék á 8 undir pari, 64 höggum og þakkar góða frammistöðu pútter móður sinnar, sem hann fékk lánaðan.  Spurning hvort mamman fái gripinn aftur á næstunni? Í 2. sæti eru Bandaríkjamennirnir Cameron Tringale og John Rollins á 7 undir pari, 65 höggum. Fjórða sætinu deila síðan Jason Kokrak og gamla brýnið Angel Cabrera frá Argentínu, báðir á 6 undir pari, 66 höggum. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum. Rory McIlroy,  virðist ekki hafa farið að ráðum Tiger og fjarlægt neitt úr líkama sínum – spilaði á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 23:59

GS: Sigurður Jónsson og Óttar Helgi Einarsson sigruðu á Egils Gullmótaröð nr. 2 – Myndasería

Í dag fór fram í alveg yndislegu veðri í Leirunni 2. mótið í Egils Gullmótaröðinni. Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR:  Leikfyrirkomulagið var höggleikur og punktakeppni með forgjöf.  Fyrir besta skor voru veitt 1 verðlaun: Vörur frá Ölgerðinni að fjárhæð kr. 20.000,- Fyrir punktakeppnina voru veitt fern verðlaun, fyrir 1. sætið vörur frá Ölgerðinni að fjárhæð kr. 20.000, fyrir 2. sætið  fyrir 15.000,- fyrir 3. sætið fyrir 10.000,- og fyrir 4. sætið fyrir kr. 8.000,00 Skráðir til keppni voru 119 og 117 luku keppni, þar af 5 konur og af þeim stóð Camilla Margareta Tvingmark sig best (bæði í höggleik Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 23:55

Annað mótið í Egils Gullmótaröð GS 2013 – 28. mars 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 22:31

GÞ: Helgi Dan fór holu í höggi! – Myndasería

Í dag fór fram Opna páskamót GÞ. Mótið var jafnframt opnunarmót Þorláksvallar. Golf 1 var á staðnum, en auk þess tók Ingvar Jónsson, GÞ, nokkrar góðar myndir sem sjá má í meðfylgjandi myndaseríu með því að SMELLA HÉR:  Það voru 69 skráðir í mótið og 63 luku keppni, þar af 5 konur.  Kvennaflokkinn vann Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR með yfirburðum, bæði punktakeppnina (29 punktar)  og höggleikinn (80 högg). Hún var jafnframt í 2. sæti yfir alla keppendur í höggleikshluta mótsins. Glæsilegt hjá Ragnhildi sem er að taka þátt í sínu fyrsta móti á árinu!!! En það voru fleiri glæsitaktar á Þorláksvelli í dag, því Helgi Dan Steinsson, klúbbmeistari GL 2012, fór nefnilega holu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 22:30

Opna Páskamót GÞ – 28. mars 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 20:35

GSG: Þór Ríkharðsson og Karl Hólm sigruðu í Nóa Síríus Texas Scramble páskamóti – Myndasería

Í dag fór fram á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga Nóa Síríus Texas Scrable páskamót GSG.  Þátttakendur voru 128 eða 64 tveggja manna lið. Golf 1 var á staðnum og sjá má litla myndaseríu með því að SMELLA HÉR:  Úrslitin voru eftirfarandi: 1.sæti: Þór Ríkharðsson og Karl Hólm  63 högg 2.sæti: Bjarki Þ Atlason og Halldór Halldórsson 67 högg 3.sæti: Hafþór Hafliðason og Gestur Már Sigurðsson 67 högg 4.sæti: Arnar Unnarsson og Hjörtur Þór Unnarsson 67 högg 5.sæti: Gísli Ölvir Böðvarsson og Jakob Már Böðvarsson 67 högg Nándarverðlaun: 2.braut: Sveinn Blöndal  1,85 m 15.braut: Sigurgeir Marteinsson   1,21 m 17.braut: Sigurður M Þórhallsson  1,16 m 18.braut í 3.höggi :  Hjörleifur Þórðarson / Björn K Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 20:30

Nóa Síríus Texas Scramble Páskamót GSG – 28. mars 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 20:30

Nóa Síríus Páskamót GSG – 28. mars 2013

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 20:00

Evróputúrinn: Siem efstur eftir 1. dag í Marokkó

Það er Þjóðverjinn Marcel Siem, sem leiðir eftir 1. dag á Trophée Hassan II mótinu, sem hófst í dag á Royal Palais golfvellinum í Agadír, Marokkó. Siem var á 8 undir pari, 64 glæsihöggum á hring þar sem hann fékk 2 erni, 5 fugla, 10 pör og 1 skolla.  Hann á 3 högg á þann sem næstur kemur Spánverjann Alvaro Velasco, sem var á 5 undir pari, 67 höggum í dag. Þriðja sætinu deila 3 Englendingar: David Horsey, Graeme Storm og Simon Wakefield allir á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 19:30

Ólafur Björn á 3 yfir pari eftir 1. dag í N-Karólínu

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þessa dagana þátt á The Championship at St. James, en mótið er hluti af eGolf mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 27.-30. mars í Reserve Club at St. James í Southport, Norður-Karólínu. Ólafur Björn er búinn að leika fyrstu 2 hringina á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (73 74) og er sem stendur í 37. sæti, en nokkrir eiga eftir að ljúka 2. hring þegar þetta er ritað. Fremur vindasamt var í dag og aðstæður erfiðar til leiks. Á facebook síðu sinni skrifar Ólafur Björn eftirfarandi um leik sinn 1. daginn á The Championship at St. James: „Sáttur við spilamennsku dagsins en bíð óþreyjufullur eftir Lesa meira