Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 10:45

Ný umdeild Tiger auglýsing frá Nike

Nike er nú búið að senda frá sér enn eina Tiger auglýsinguna, sem farið hefir fyrir brjóstið á mörgum vestan hafs vegna skilaboðanna sem hún sendir út.  Auglýsingin er ekkert annað en mynd af Tiger, en þvert yfir hana stendur „Winning takes care of everything.“ (lausleg þýðing: Sigur snýr öllu til betri vegar.“)

Það sem mönnum finnst að auglýsingunni er að hún gefur í skyn að það að sigra og vera fremstur hvítþvoi viðkomandi sigurvegara af öllu röngu sem hann hefir gert og það gefi mönnum því móralskt séð röng skilaboð.  Einhverjir ógagnrýnir aðilar kunna að hugsa sem svo að það sé allt í lagi hvað svo sem þeir geri, ef þeir bara sigra. Sigurinn komi alltaf til með að snúa öllu til betri vegar fyrir þá – t.a.m. sé maður nr. 1 og  fræg stjarna sé sama hvernig viðkomandi komi fram við aðra, þá sé í lagi að svíkja, valta yfir aðra, halda framhjá, fara almennt séð illa með aðra o.s.frv.

Hér á eftir fer í lauslegri þýðingu ágætis grein doktoranna Arthur L. Caplan Ph.D yfirmanns siðferðistofnunnar New York University Langone Medical Center og aðstoðarprófessorsins Lee. H. Igel,Ph.D. sem báðir leiða NYU Sports & Society Program. Grein þeirra ber heitið: „Winning Doesn´t Take Care of Evrything For Tiger Woods … or anybody else.“  („Að sigra snýr ekki öllu til betri vegar fyrir Tiger Woods …. eða nokkurn annan.“):

„Að sigra getur fært íþróttamanni mikið af eftirsóttum viðurkenningum.  Það getur fært viðkomandi há laun og styrktarsamninga. Það getur fært viðkomandi aðlaðandi rómantíska félaga bæði raunverulega og ímyndaða. Það færir frían mat og drykk. En getur sigur fríað íþróttamann frá bersýnilegum syndum og dómgreindarskorti? Nike telur svo a.m.k. í einum pósti fyrirtækisins á Facebook, þar sem það (fyrirtækið) hefir sett inn mynd af Tiger Woods ásamt orðunum: „Winning Takes Care of Everything,“ („Sigur snýr öllu til betri vegar.“)

Woods hefir unnið stóra sigra að undanförnu bæði í golfinu og í einkalífinu. Um síðustu helgi var hann á toppi skortöflunnar á Arnold Palmer Invitational, sem er mótið sem tjúnar alla upp fyrir mót næsta mánaðar Masters risamótið á Augusta National. Með þessum sigri náði hann 1. sætinu á heimslistanum, stöðu sem hann var síðast í, í október 2010. Nokkrum vikum þar áður var hann að spila golf við sjálfan Bandaríkjaforseta, Barack Obama og fyrir stuttu tilkynnti hann um samband sitt við Ólympíu  og heimsmeistarann í skíðaíþróttinni Lindsey Vonn.  En fyrir sigurgöngu hans var lítið annað í lífi hans en persónulegir siðferðisbrestir, þ.á.m. framhjáhald, hræsni og hroki sem afhjúpaðist við upphaf Þakkargjörðarhátíðarinnar 2009.

Hvað Nike snertir þá hefir fyrirtækið þrátt fyrir nokkra nýlega óvænta hnökra á nokkrum mörkuðum enn yfirburðarstöðu á alþjóðamörkuðum í íþróttaskóm og fatnaði. Á fyrsta ársþriðjungi 2013 hefir fyrirtækið birt að það sé með $ 6.2 billjónir í hagnað og hreinar tekjur upp á $ 866 milljónir og 55% söluaukningu frá fyrri 3 mánuðum. Þetta stig árangurs er því að þakka að fyrirtækið hvílir á hugmyndum manna um að það „veiti innblástur“ (ens. inspiration) og „sjái fyrir tækninýjungum“ (ens. innovation), ásamt smart framleiðsluvörum og markaðherferðum sem auglýsa viðkomandi vörur.

Þegar horft er á stærri myndina og hlutina í heild af hverju ætti nokkur að hafa áhyggjur af því hvort það að vera sigurvegari í að slá  litlum bolta með priki hvítþvoi hann siðferðilega af öllum fyrri syndum hans? Svarið við þessari spurningu snýr að þeim skilaboðum sem send er út af siðferðilegum völdum sigurvegans Tiger Woods. Þetta eru skilaboð sem samfélag okkar verður að hafna.

Þegar kemur að skilaboðum í auglýsingum sínum þá hittir Nike naglann á höfuðið oftar en ekki – jafnvel þegar markaðssetningin er umdeild. En í þessari nýjustu auglýsingu með Woods og fimm orðum sem eiga að hvítvþvo ógleymanlega skandal, þá hefir Nike rangt fyrir sér. Og það sama á við um hvern þann sem telur að það að sigra fríi íþróttamann, eiganda íþróttaliðs eða iþróttalið frá siðferðilegri ábyrgð.

Fyrirgefur sigur allar syndir viðkomandi? Alls ekki og  það skiptir ekki máli hvort syndaselurinn er toppíþróttamaður eða bara meðalsluggsi. En það eru þeir sem eru á toppnum sem setja viðmiðin.

Hvort sem okkur líkar betur eða verr eru það sigurvegarar samfélagsins – hvort heldur er í viðskiptum, í stjórninni, í hernum, í trúmálum, í skemmtanaiðnaðinum, í stjórnmálum eða íþróttum sem setja móralska tóninn fyrir okkur hin… sérstaklega unga fólkið.  Athafnir þeirra veita almenningi mikilvægt tækifæri til að meta hversu mikið siðferði skiptir máli gagnvart peningum, völdum og frama.

Það er rétt að stærstu sigurvegararnir fá oftast mestu athyglina. Það er líka rétt að við viljum gjarnan trúa því að þeir sem sigri verðskuldi það, þar sem sýn okkar á árangur og frama er tengd sýn okkar á gildi og réttlæti. En, í raun eru engin tengsl milli þess að sigra og fá siðferðilega syndaaflausn.  Vonda fólkið er að stöðugt að sigra. Við verðum að vera mjög vel meðvituð um þá staðreynd að með því að jafna sigur við gott siðferði þá er ekki tekist á við siðferðisbresti viðkomandi né er fjallað um þá. Og það hefir enginn gott af því.“