Blair O´Neal
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2013 | 18:00

Kynþokki selur… líka í golfi

Það sem á ensku er nefnt „Sex sells“ er hér  þýtt með „kynþokki selur.“ …. og það er söluaðferð sem er jafngömul auglýsingabransanum sjálfum.

Hvað er meira tælandi…. sérstaklega fyrir okkur sem þurfum að þola, kalda, gráa vordaga …. en sumarið sem framundan er?

Út á það virðast jafnvel golfútbúnaðarframleiðendur gera í markaðsherferðum sínum …. t.a.m. framleiðandi Cobra, sem auglýsir nýja COBRA AMP CELL™ dræverinn með kylfingnum og módelinu Blair O´Neal , sem oftar en einu sinni hefir verið valin kynþokkafyllsti kylfingur allra tíma. Í auglýsingunni er Blair bara í bikini… sem leiðir hugann að heitum sumardögum.

Blair O´Neal að auglýsa Cobra AMP Cell Dræverinn

Blair O´Neal að auglýsa Cobra AMP CELL Dræverinn

Auglýsingin og markaðsherferðin, sem ber nafnið „Play Golf With Blair“ hefir vakið mikla umræðu m.a. á golfspjallrásum og Twitter.  Finnst sumum slíkar auglýsingar gera lítið úr konum, sérstaklega kvenkylfingum og íþrótt þeirra, verið sé að notfæra sér kvenlíkamann til þess að selja vöru.

Öðrum finnst Blair bara falleg, auglýsingin sé ekki gróf, Blair sé bara í bikini, sem sjá má fjölda annarra stúlkna í, í almenningssundlaugum um allan heim…. nema líkami hennar sé sérlega fagur og í huganum samsami neytandinn fagurleika Blair við vöruna sem hún er að auglýsa COBRA AMP CELL™ drævernum og þar með sé takmarkinu náð!  Finnst  þeim myndirnar af Blair, sýna sterkan kvenkylfing, sem þurfi ekkert að fela líkama sinn fyrir heiminum og öll markaðsherferðin sé bara jákvæð – bæði Blair og Cobra græði á allri umræðunni!!!