Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Fabián Gómez – (16. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.

Nú er komið að 3 strákum sem deildu 10. sætinu þeim: Michael Letzig, Jeff Gove og Fabian Gomez.  Michael Letzig og Jeff Gove  hafa þegar verið kynntir og í kvöld er komið að Fabián Gómez.

Fabián Gómez fæddist í Chaco, Argentínu 27. október 1978 og er því 34 ára.  Hann byrjaði í golfi 8 ára sem kylfusveinn og gerðist síðan atvinnumaður í golfi árið 2002. Fabián hefir áður spilað á PGA Tour, Nationwide Tour og Tour de las Americas.

Gómez hefir þrisvar sinnum sigrað á Tour de las Americas og auk þess þrisvar sinnum á Argentine TPG Tour.  Hann varð í 2. sæti í Chaco Open árið 2006 og á TLA Players Championship, 2006 og Venezuela Open, árið 2007. Gomerz varð efstur á stigalista TPG Tour, árið 2009.

Gómez vann 1. og eina sigur sinn á Nationawide Tour á Chitimacha Louisiana Open, árið 2010. Hann varð í 12. sæti á peningalistanum það ár og ávann sér því kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2011.   Nú er Gómez enn á ný á PGA Tour eftir að hafa landað 10. sætinu á Q-school PGA 2012.

Nokkrar staðreyndir um Fabián Gómez:

Uppáhaldsatvinnumannalið Gómez er Boca, Jr., sem er fótboltalið í Argentínu.

Uppáhaldskvikmynd Gómez er „Gladiator“ og uppáhaldsmaturinn: asado (sem er argentínskt nauta barbecue og alveg hryllilega gott!!!). Uppáhaldsborg Gómez er Miami.

Loks eru Tiger og Diego Maradonna átrúnaðargoð Gómez.