Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2013 | 16:45

Þórður Rafn ekki áfram í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í  Red Sea Ain Sokhna Open mótinu, sem fram fer í Egyptalandi, dagana 26.-28. mars, en mótið er hluti af hinni þýsku Pro Golf Tour. Þátttakendur eru 80.

Þórður Rafn lék fyrsta hringinn í gær á 6 yfir pari, 78 höggum. Á hringnum fékk hann 2 fugla, 10 pör, 5 skolla og 1 skramba.  Í dag bætti hann sig um 3 högg, var á 3 yfir pari, 75 höggum, á hring þar sem hann fékk 2 fugla, 11 pör og 5 skolla.  Samtals var Þórður Rafn því á 9 yfir pari, 153 höggum (78 75).

Það dugði ekki til þess að komast í gegnum niðurskurð sem var miðaður við samtals 4 yfir pari. Alls komust 46 í gegnum niðurskurð en Þórður Rafn hafnaði í 63. sæti; bætti stöðu sína frá því í gær um 7 sæti, en þá var hann í 70. sæti.

Til þess að sjá stöðuna á Red Sea Ain Sokhna Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: