Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og félagar í 4. skipti í 1. sæti í vetur!!!

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner háskólans í Alabama, „The Eagles“  eru svo sannarlega að gera góða hluti!!!

Dagana 24.-26. mars s.l. tóku Hrafn og félagar þátt í Emmanuel College Invitational í Hartwell, Georgíu og varð liðið í 1. sæti!!!  Þetta er í 4. skipti í vetur sem liðið hafnar í 1. sætinu!!! Þátttakendur í mótinu voru 51 frá 9 háskólum.

Lið Faulkner háskóla hafði algera yfirburði; var 14 höggum betra en liðið í 2. sæti, gestgjafarnir í Emmanuel College í Georgiu.  Samtals var lið Faulkner á 15 yfir pari, 591 höggi (298 293).

Liðsfélagi Hrafns, Daniel Jansen varð í 1. sæti í einstaklingskeppni mótsins, en Hrafn var á 2. besta skori liðsins samtals á 8 yfir pari, 152 höggum (72 80) og taldi skor hans því í glæsiárangri liðsins!!! Hrafn deildi 10. sæti í mótinu.

Til þess að sjá umfjöllun á heimasíðu Faulkner háskólans um árangur golfliðsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin á Emmanuel College Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Hrafns og „The Eagles“ er Natural State Golf Classic sem fram fer í Heber Springs 6. apríl n.k.