Bandaríska háskólagolfið: Theodór í 7. sæti og Ari í 13. sæti á Mustang Inv.
Þann 25.-26. mars s.l. tóku Theodór Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, sem báðir spila með golfliði University of Arkansas at Monticello þátt í Mustang Invitational. Mótið fór fram á Nutters Chappel golfvellinum, í Conway, Arkansas. Þátttakendur voru 73 frá 12 háskólum. Theodór var í 1. sæti eftir 1. dag í einstaklingskeppninni með hring upp á 73 högg en rann niður skortöfluna í 7. sætið eftir 2. daginn þegar hann spilaði á 85 höggum. Samtals spilaði Theodór á 14 yfir pari, 158 höggum (73 85) og deildi 7. sætinu með 2 öðrum, sem er allaveganna góður topp-10 árangur! Ari Magnússon, GKJ, lék á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (87 74) og varð Lesa meira
LPGA: Þær vörðuðu veginn…
Seinni part 1940 komu 13 hæfileikaríkar ungar konur saman til þess að setja saman það sem myndi verða að einni af stærstu og árangursríkustu mótaröð í kvennagolfinu í heiminum. Á fyrstu árum voru aðeins nokkur mót á dagskránni þar sem þátt tóku færri en 20 kvenkylfingar og verðlaunafé fór ekki yfir $5,000. Stofnendur LPGA ímynduðu sér aldrei að mótaröðin myndi verða að því sem hún er í dag. „Í kringum 1950 voru konur enn að nokkru leyti 2. flokks þjóðfélagsþegnar,“ sagði Louise Suggs, ein af stofnendunum. „Við byrjuðum án þess að búast við því að mótaröðinni myndi vaxa ásmeginn; við vildum bara að ungar konur elskuðu golf.“ Það var ekki létt Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Steve Wheatcroft?
Steve Wheatcroft leiðir þegar Shell Houston mótið á PGA Tour er hálfnað á Redstone golfvellinum í Humble, Texas. Þetta er nafn sem ekki hefir sést mikið í efstu sætum á PGA Tour og reyndar aldrei í 1. sæti áður. Þannig að… hver er kylfingurinn? Steve Wheatcroft fæddist í Indiana, Pennsylvaníu, 21. febrúar 1978 og er því 35 ára. Wheatie eins og hann er alltaf kallaður af félögum sínum spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Indiana University þar til hann úrskrifaðist með gráðu í umboðsmennsku og markaðsfræðum í íþróttum (ens.: Sports Marketing and Management). Eftir útskrift 2001 gerðist Wheatie gerðist atvinnumaður og hefir spilað á mörgum mótaröðum sl. 12 ár. Fyrsti Lesa meira
PGA: Wheatcroft leiðir – Hápunktar og högg 2.dags
Steve Wheatcroft leiðir í fyrsta skipti á ferli sínum á PGA Tour. Hann komst naumlega í gegnum úrtökumót til þess að fá að keppa í mótinu og nú er hann í forystu! Wheatcroft er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Í 2. sæti eru Jason Kokrak og DA Points 1 höggi á eftir. Brian Davis og Stewart Cink deila 4. sætinu á samtals 7 undir pari, hvor. Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, hins vegar, komst naumlega í gegnum niðurskurð. „Þetta er helgi þar sem ég fæ að spila 2 hringi og ég reyni að fá meira sjálfstraust í því sem ég er að Lesa meira
GKG-ingar sigursælir á Páskamóti GG
Í dag fór fram á Húsatóftavelli þeirra Grindvíkinga Páskamót GG 2013. Fjölmargir kylfingar létu kulda ekki á sig fá og léku á fínum Húsatóftavelli sem kemur vel undan vetri. Þátttakendur voru 119 og 109 luku keppni þar af 10 konur, en af þeim stóð Camilla Margareta Tvingmark, GKJ, sig best (í höggleiknum og deildi 1. sætinu meðal kvennanna með klúbbmeistara GG 2012 í punktakeppnishlutanum: Gerðu Hammer). Eins hlaut Camilla nándarverðlaun, sbr. nánar hér að neðan. Í höggleiknum bar Aron Snær Júlíusson, GKG, sigurorð af öðrum keppendum en hann spilaði völlinn á 1 yfir pari, 71 glæsihöggi!!! Í punktakeppnishlutanum sigraði Sigurjón Gunnarsson, GKG á 37 punktum. Í 2. sæti varð Helgi Axel Lesa meira
Ólafur Björn fór í gegnum niðurskurð!
Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í gær leik á The Championship at St. James, en mótið er hluti af eGolf mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 27.-30. mars í Reserve Club at St. James í Southport, Norður-Karólínu. Ólafur Björn komst í dag í gegnum niðurskurð er samtals búinn að spila á 6 yfir pari, 222 höggum (73 74 75) og er í 32. sæti. Ólafur fékk 2 fugla, 11 pör og 5 skolla í dag. Það voru 56 kylfingar sem fóru í gegnum niðurskurð og fá að spila á lokahringinn á morgun! Glæsilegur árangur hjá Ólafi Birni!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Championship at St. James SMELLIÐ Lesa meira
LET: Ariya í forystu á 2. degi í Marokkó
Í gær hófst í Marokkó Lalla Meryem Cup, sem samsvarar Hassan II Golf Trophée hjá konunum. Spilað er á Golf de l´Ocean í Agadír, Marokkó. Í 1. sæti þegar mótið er hálfnað er thaílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn, sem varð í 1. sæti í lokaúrtökumóti LET á sama velli, seint á s.l. ári. Ariya er búin að spila á samtals 6 undir pari, 136 höggum (69 67). Öðru sætinu deila 4 kylfingar: Beth Allen, Mallory Fraiche, Lee-Anne Pace og Charley Hull; allar á samtals 4 undir pari, 138 höggum, hver; tveimur höggum á eftir Ariyu. Golfdrottningin Laura Davies og W-7 módelið fyrrverandi Mikaela Parmlid deila síðan 7. sætinu á samtals 3 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kirk Alan Triplett – 29. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Kirk Alan Triplett, en hann er fæddur í Moses Lake, Washington, 29. mars 1962 og á því 51 ára afmæli í dag. Það fer ekki mikið fyrir þessum mikla golfsnillingi, sem spilar á PGA, en fær eftir daginn í dag þátttökurétt á Champions Tour. Triplett var á sínum tíma meðal 25 bestu á heimslistanum. Í dag hefst Shell Houston mótið á PGA mótaröðinni, en Triplett varð einmitt í 2. sæti á því móti fyrir nákvæmlega 20 árum síðan, 1992. Triplett gerðist atvinnumaður í golfi 1985. Hann hefir þrívegis sigrað á PGA Tour og 1 sinni á Nationwide. Besti árangur hans á risamótum er T-6 árangur á The Masters, Lesa meira
Recari í Morning Drive – Myndskeið
Spænski kylfingurinn Beatriz Recari hefir verið mikið í golffréttamiðlum nú í s.l. viku vegna sigurs síns á Kia Classic mótinu á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu sl. helgi. Golfþátturinn „Morning Drive“ á Golf Channel er í uppáhaldi hjá mörgum kylfingnum. Og auðvitað var Recari í viðtali hjá Holly Sonders í Morning Drive, þar sem ýmislegt var til umræðu m.a. stöðugleikinn, sem allir kylfingar sækjast eftir – en Recari hefir m.a. verið nefnd „járnfrúin“ á golfvellinum vegna járnaga síns og stöðugleika, sem gat ekki endað í öðru en sigri hennar. Eins voru átraskanir til umræðu en Recari hefir m.a. þurft að fást við bulimiu. Til þess að sjá myndskeið af því þar Lesa meira
Evróputúrinn: Siem heldur forystunni
Þjóðverjinn Marcel Siem, heldur forystunni á Hassan II Golf Trophée mótinu í Marokkó; er búinn að spila á samtals 12 undir pari 132 höggum (64 68). „Mér finnst að þetta (seinni hringurinn) hefði átt að vera betri en hann var,“ sagði Siem eftir 2. hring. „Skollarnir sem ég fékk á 4. og 7. braut voru svolítið skrítnir,“ en Siem fékk 7 fugla, 7 pör og 4 skolla á hringnum í dag. Siem hefir 3 högga forystu á Englendinginn David Horsey og Mikko Ilonen, en þeir eru báðir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum, hvor. Í 4. sæti er síðan Spánverjinn Pablo Larrazábal á 8 undir pari, Lesa meira









