Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Steve Wheatcroft?

Steve Wheatcroft leiðir þegar Shell Houston mótið á PGA Tour er hálfnað á Redstone golfvellinum í Humble, Texas.  Þetta er nafn sem ekki hefir sést mikið í efstu sætum á PGA Tour og reyndar aldrei í 1. sæti áður.  Þannig að… hver er kylfingurinn?

Steve Wheatcroft  fæddist í Indiana, Pennsylvaníu, 21. febrúar 1978 og er því 35 ára.

„Wheatie" öðru nafni Steve Wheatcroft

„Wheatie“ öðru nafni Steve Wheatcroft

Wheatie eins og hann er alltaf kallaður af félögum sínum spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Indiana University þar til hann úrskrifaðist með gráðu í umboðsmennsku og markaðsfræðum í íþróttum (ens.: Sports Marketing and Management). Eftir útskrift 2001 gerðist Wheatie gerðist atvinnumaður og hefir spilað á mörgum mótaröðum sl. 12 ár. Fyrsti sigurinn kom á Pennsylvanía Open Championahip 2003.  Sem stendur spilar Wheatie á PGA Tour.

Árið 2006 spilaði Wheatie í fyrsta sinn á Nationawide Tour (nú Web.com Tour) og var aðeins 1 sinni meðal efstu 10 og komst ekki í gegnum niðurskurð 12 sinnum.  Þrátt fyrir erfiðleika gekk honum vel í Q-school PGA. Hann varð í 7. sæti og vann sér inn kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2007 á PGA. Hann komst aðeins 10 sinnum í gegnum niðurskurð af 25 mótum sem hann tók þátt í og varð aðeins 1 sinni meðal efstu 25. Þ.a.l. missti hann kortið sitt. Hann sneri aftur á Nationawide Tour og átti mikið af vonbrigðahringjum þar til sumarið 2009.

Þá hafði hann gert nokkrar breytingar á leik sínum. Árangurinn lét ekki á sér standa hann var 6 sinnum meðal 10 efstu og 2 sinnum meðal efstu 25. Hann var í 20. sæti á peningalistanum og vann sér þannig aftur inn kortið sitt á PGA Tour 2010.

Wheatcroft spilaði vel á Puerto Rico Open varð T-3, 3 höggum á eftir félaga sínum á Nationwide Tour, Derek Lamely. Hann fékk þátttökurétt á Opna bandaríska 2010 eftir að bera sigurorð í 4 manna bráðabana í Rockville, Maryland úrtökumótinu. Hann fór aftur á Nationwide Tour 2011 eftir að verða í 166. sæti á peningalista PGA Tour.

Árið 2011 sigraði Wheatie mót á Nationwide Tour: Melwood Prince George´s County Open, en á því móti setti hann met vann með mesta mun nokkurs á Nationwide Tour 12 höggum á næsta mann í 2. sæti.  Á 72. holunni náði hann erni og lauk keppni á samtals 29 undir pari, 255 höggum!!! Hann á líka metið fyrir mestu forystu eftir 54 holu, 8 högg á næsta mann.

Steve Wheatcroft kyssir kærestu sína, Söruh Skevington eftir glæsisigur sinn á Melwood Prince George's County Open styrkt af Under Armour á University of Maryland golfvellinum þann 5. júní  2011. í College Park, Maryland.

Steve Wheatcroft kyssir kærestu sína, Söruh Skevington eftir glæsisigur sinn á Melwood Prince George’s County Open styrkt af Under Armour á University of Maryland golfvellinum þann 5. júní 2011. í College Park, Maryland.

Wheatie spilaði gott golf 2011 varð 3 sinnum aftur meðal efstu 10 og varð 4 sinnum meðal efstu 25. Eftir T-8 árangur á lokamótinu, Nationwide Tour Championship, varð hann í 20. sæti á peningalistanum kom aftur á PGA Tour 2012.