Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2013 | 17:15

Evróputúrinn: Siem heldur forystunni

Þjóðverjinn Marcel Siem, heldur forystunni á Hassan II Golf Trophée mótinu í Marokkó; er búinn að spila á samtals 12 undir pari 132 höggum  (64 68).

„Mér finnst að þetta (seinni hringurinn) hefði átt að vera betri en hann var,“ sagði Siem eftir 2. hring. „Skollarnir sem ég fékk á 4. og 7. braut voru svolítið skrítnir,“ en Siem fékk 7 fugla, 7 pör og 4 skolla á hringnum í dag.

Siem hefir 3 högga forystu á Englendinginn David Horsey og Mikko Ilonen, en þeir eru báðir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum, hvor.

Í 4. sæti er síðan Spánverjinn Pablo Larrazábal á 8 undir pari, 136 höggum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Hassan II Golf Trophée SMELLIÐ HÉR: