Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2013 | 20:00

Ólafur Björn fór í gegnum niðurskurð!

Ólafur Björn Loftsson, NK, hóf í gær leik á The Championship at St. James, en mótið er hluti af eGolf mótaröðinni. Mótið fer fram dagana 27.-30. mars í Reserve Club at St. James í Southport, Norður-Karólínu.

Ólafur Björn komst í dag í gegnum niðurskurð er samtals búinn að spila á 6 yfir pari, 222 höggum (73 74 75) og er í 32. sæti.  Ólafur fékk 2 fugla, 11 pör og 5 skolla í dag.

Það voru 56 kylfingar sem fóru í gegnum niðurskurð og fá að spila á lokahringinn á morgun! Glæsilegur árangur hjá Ólafi Birni!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á The Championship at St. James SMELLIÐ HÉR: