Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 01:45

PGA: Wheatcroft leiðir – Hápunktar og högg 2.dags

Steve Wheatcroft leiðir í fyrsta skipti á ferli sínum á PGA Tour. Hann komst naumlega í gegnum úrtökumót til þess að fá að keppa í mótinu og nú er hann í forystu!  Wheatcroft er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Í 2. sæti eru Jason Kokrak og DA Points 1 höggi á eftir.  Brian Davis og Stewart Cink deila 4. sætinu á samtals 7 undir pari, hvor.

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, hins vegar, komst naumlega í gegnum niðurskurð.  „Þetta er helgi þar sem ég fæ að spila 2 hringi og ég reyni að fá meira sjálfstraust í því sem ég er að gera.“ sagði McIlroy m.a. eftir hringinn. Rory er einn af 19 kylfingum sem spiluðu á samtals 1 undir pari og rétt marði niðurskurð eins og sagði en hann var miðaður við 1 undir pari og allir sem því náðu deila 54. sætinu.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Shell Houston SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Shell Houston SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags á Shell Houston, sem Jimmy Walker átti SMELLIÐ HÉR: