Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2013 | 17:30

Recari í Morning Drive – Myndskeið

Spænski kylfingurinn Beatriz Recari hefir verið mikið í golffréttamiðlum nú í s.l. viku vegna sigurs síns á Kia Classic mótinu á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu sl. helgi.

Golfþátturinn „Morning Drive“ á Golf Channel er í uppáhaldi hjá mörgum kylfingnum.

Og auðvitað var Recari í viðtali hjá Holly Sonders í Morning Drive, þar sem ýmislegt var til umræðu m.a. stöðugleikinn, sem allir kylfingar sækjast eftir – en Recari hefir m.a. verið nefnd „járnfrúin“ á golfvellinum vegna járnaga síns og stöðugleika, sem gat ekki endað í öðru en sigri hennar.

Eins voru átraskanir til umræðu en Recari hefir m.a. þurft að fást við bulimiu.

Til þess að sjá myndskeið af því þar sem  Beatriz Recari er í viðtali á Morning Drive SMELLIÐ HÉR: