Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 29. 2013 | 18:45

Afmæliskylfingur dagsins: Kirk Alan Triplett – 29. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Kirk Alan Triplett, en hann er fæddur í Moses Lake, Washington, 29. mars 1962 og á því 51 ára  afmæli í dag. Það fer ekki mikið fyrir þessum mikla golfsnillingi, sem spilar á PGA, en fær eftir daginn í dag þátttökurétt á Champions Tour. Triplett var á sínum tíma meðal 25 bestu á heimslistanum.

Í dag hefst Shell Houston mótið á PGA mótaröðinni, en Triplett varð einmitt í 2. sæti á því móti fyrir nákvæmlega 20 árum síðan, 1992.  Triplett gerðist atvinnumaður í golfi 1985. Hann hefir þrívegis sigrað á PGA Tour og 1 sinni á Nationwide. Besti árangur hans á risamótum er T-6 árangur á The Masters, árin 2001 og 2004.

Sjá má góða grein um afmæliskylfinginn, Kirk Alan Triplett á vefsíðu Champions Tour, HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Sue Fogleman, 29. mars 1956 (57 ára) spilaði á LPGA;  Lori Atsedes  29. mars 1964 (48 ára) …. og ….

F. 29. mars 1972 (41 árs)
F. 29. mars 1970 (43 ára)

 F. 29. mars 1944 (69 ára)

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is