Theodór Emil Karlsson, GKJ. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Theodór í 7. sæti og Ari í 13. sæti á Mustang Inv.

Þann 25.-26. mars s.l. tóku Theodór Karlsson, GKJ og Ari Magnússon, GKG, sem báðir spila með golfliði University of Arkansas at Monticello þátt í Mustang Invitational.

Mótið fór fram á Nutters Chappel golfvellinum, í Conway, Arkansas. Þátttakendur voru 73 frá 12 háskólum.

Theodór var í 1. sæti eftir 1. dag í einstaklingskeppninni með hring upp á 73 högg en rann niður skortöfluna í 7. sætið eftir 2. daginn þegar hann spilaði á 85 höggum.  Samtals spilaði Theodór á 14 yfir pari, 158 höggum (73 85) og deildi 7. sætinu með 2 öðrum, sem er allaveganna góður topp-10 árangur!

Ari Magnússon, GKJ, lék á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (87 74) og varð T-13 þ.e. deildi 13. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Arkansas University at Monticello varð í 5. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Theodórs og Ara er Natural State Spring Golf Classic sem fram fer 7. apríl n.k.  í Heber Springs, Arkansas (gestgjafi: Harding University).

Til þess að sjá úrslitin í Mustang Invitational SMELLIÐ HÉR: