PGA: Cink og Haas efstir
Það eru þeir Stewart Cink og Bill Haas sem leiða fyrir lokahring Shell Houston Open, sem fram fer á Redstone golfvellinum í bænum Humble, sem er rétt hjá Houston, Texas. Þeir eru báðir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 204 höggum; Cink (71 66 68) og Haas (68 70 67). Þriðja sætinu deila 4 kylfingar; grínistinn og Golf boys-inn Ben Crane, forystumenn á mótinu undanfarna 2 daga: DA Points og Steve Wheatcroft og síðan Jason Kokrak. Allir eru þeir aðeins eru 1 höggi á eftir forystumönnunum, Cink og Haas þannig að það stefnir í geysispennandi keppni á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Shell Houston SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira
Ólafur Björn hlaut $965 í verðlaunafé
Ólafur Björn Loftsson, NK, lauk í dag leik á The Championship at St. James, en mótið er hluti af eGolf mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 27.-30. mars í Reserve Club at St. James í Southport, Norður-Karólínu. Ólafur Björn lauk leik á samtals 13 yfir pari, 301 höggi (73 74 75 79) og lauk keppni T-49, þ.e. deildi 49. sætinu með Englendingnum Daniel Gavins. Ólafur Björn hlaut $965 í verðlaunafé sem er u.þ.b. kr. 120.000,- Til þess að sjá úrslitin á The Championship at St. James SMELLIÐ HÉR:
GÞH: Baldur og Ragnar sigruðu í Páskamóti Hellishóla
16 kylfingar tóku þátt í Texas Scramble Páskamóti á Hellihólum í Fljótshlíð núna í dag, laugardaginn 30. mars 2013. Verðrið var frábært og sól í heiði. Vorið er svo sannarlega komið í Fljótshlíðinni! Verðlaunaafhending var kl: 19:45, en þá var einnig happy hour á barnum á undan glæsilegum kvöldverði. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. sæti Baldur Baldursson, GÞH og Ragnar Borgþórsson, GÞH. Þeir hlutu í verðlaun hjónagjald í golfklúbb Hellishóla 2013 að verðmæti 50.000. 2. sæti Ólafur Jakob Lúðvíksson, GÞH og Björn Pálsson, GÞH. Þeir hlutu í verðlaun gistingu í nýja gistiheimili Hellishóla og kvöldverð fyrir tvo, að verðmæti 28.000. 3. sæti Erlingur Snær Loftsson, GHR og Matthías Þorsteinsson, GHR: Þeir hlutu í verðlaun Lesa meira
GVS: Guðni Vignir og Jón Þorkell sigruðu á Páskamóti GVS
Í dag fór fram 9 holu Páskamót GVS og Gamla Pósthússins Vogum. Þátttakendur voru 52 og þar af luku 49 keppni. Páskaegg voru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin bæði í höggleik án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og auk þess fékk efsta sætið í báðum flokkum út að borða fyrir 2 á Gamla Pósthúsið í Vogum. Úrslitin í höggleiknum voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Guðni Vignir Sveinsson GS 1 F 0 36 36 0 36 36 0 2 Jón Þorkell Jónasson GG 7 F 0 37 37 1 37 37 1 3 Atli Már Grétarsson GK Lesa meira
GV: Gunnar Geir sigraði á Páskamótinu
Það voru 25 skráðir í 9 holu Páskamót Golfklúbbs Vestmannaeyja og luku 24 keppni. Leikfyrirkomulagið var höggleikur án forgjafar. Það var heimamaðurinn Gunnar Geir Gústafsson, GV, sem sigraði á 35 höggum! Í 2. sæti varð Bjarki Ómarsson einnig úr GV á 36 höggum og í 3. sæti varð Júlíus Hallgrímsson, GOT á 37 höggum. Úrslitin í heild voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 Alls Mismunur 1 Gunnar Geir Gústafsson GV 1 F 0 35 35 0 35 35 0 2 Bjarki Ómarsson GV 3 F 0 36 36 1 36 36 1 3 Júlíus Hallgrímsson GOT -1 F 0 37 Lesa meira
GS: Björgvin og Guðjón Ragnar sigruðu á 3. móti Egils Gullmótaraðar GS
Um 80 keppendur tóku þátt í þriðja Opna Egils Gullmóti GS nú í dag, 30. mars 2013. Veður var með ágætum . 77 þátttakendur luku keppni, þar af 4 konur. Þar af stóð Þorbjörg Jónína Harðardóttir, GK, sig best í höggleiknum (91 högg) og Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, var best í punktakeppninni (var á 32 punktum). Helstu úrslit urðu sem hér segir. Besta skor: 1.sæti í höggleik án fgj. Björgvin Sigmundsson, GS 1 undir pari, 71.högg (lék seinni 9 á 32 höggum ) – en Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG, lék einnig á 1 undir pari, 71 höggi (lék seinni 9 á 35 höggum) og varð því í 2. sæti í höggleiknum. Lesa meira
Evróputúrinn: Siem leiðir enn
Þjóðverjinn Marcel Siem, heldur enn forystunni á Hassan II Golf Trophée mótinu í Marokkó eftir 3. mótsdag; er búinn að spila á samtals 15 undir pari 201 höggi (64 68 69). Með þessu heldur Siem í vonina um að fá að spila á The Masters risamótinu. Siem hefir 4 högga forystu á þá sem deila 2. sætinu Spánverjann Pablo Larrazábal, Englendinginn David Horsey og Finnann Mikka Ilonen, sem eru búnir að spila á 11 undir pari, 205 höggum, hver. Í 5. sæti er síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem er á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Hassan II Golf Trophée SMELLIÐ HÉR:
LET: Charley Hull leiðir í Marokkó
Charley Hull leiðir fyrir lokahringinn á Lalla Meryem Cup á samtals 11 undir pari, 202 höggum (68 70 64). Hull átti frábæran hring upp á 7 undir pari, 64 högg í dag, sem færði hana upp í 1. sætið! Í 2. sæti er forystukona gærdagsins Ariya Jutanugarn, einu höggi á eftir Charley, á samtals 10 undir pari, 203 höggum (69 67 67). Þriðja sætinu deila 3 kylfingar: nýliðinn Katie Burnett, Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku og Beth Allen frá Bandaríkjunum, á samtals 8 undir pari. Líkt og í gær deila golfdrottningin Laura Davies og fyrrverandi W-7 módelið Mikaela Parmlid á samtals 5 undir pari, 208 höggum. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Húbertsson – 30. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ágúst Húbertsson, „Gústi“ fyrrum framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Ágúst er fæddur 30. mars 1943 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Golf 1 tók fyrir nokkru viðtal við afmæliskylfing dagsins sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Joseph Paul „Joey“ Sindelar, 30. mars 1958 (54 ára); Ólafur Hreinn Jóhannesson, 30. mars 1968 (45 ára); … og … Audur Jonsdottir F. 30. mars 1973 (40 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Sigurður U. Sigurðsson F. 30. mars 1963 (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake Forest í 6. sæti í N-Karólínu
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG hófu í gær leik á Bryan National Collegiate. Spilað er á Bryan Park Champions golfvellinum á Browns Summit í Norður-Karólínu. Mótið er 3 daga frá 29.-31. mars 2013 og þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Eftir 1. dag eru Ólafía Þórunn og Wake Forest í 6. sæti í liðakeppninni, sæti sem skólaliðið deilir með Duke. Ólafía Þórunn er á 2. besta skori liðsins og telur skor hennar því. Í einstaklingskeppninni er hún samtals búin að spila á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 5 fugla, 5 pör og 8 skolla. Berglindi hefir oft gengið betur Lesa meira







