Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2013 | 10:00

LPGA: Þær vörðuðu veginn…

Seinni part 1940 komu 13 hæfileikaríkar ungar konur saman til þess að setja saman það sem myndi verða að einni af stærstu og árangursríkustu mótaröð í kvennagolfinu í heiminum.

Á fyrstu árum voru aðeins nokkur mót á dagskránni þar sem þátt tóku færri en 20 kvenkylfingar og verðlaunafé fór ekki yfir  $5,000. Stofnendur LPGA ímynduðu sér aldrei að mótaröðin myndi verða að því sem hún er í dag.

„Í kringum 1950 voru konur enn að nokkru leyti 2. flokks þjóðfélagsþegnar,“ sagði Louise Suggs, ein af stofnendunum. „Við byrjuðum án þess að búast við því að mótaröðinni myndi vaxa ásmeginn; við vildum bara að ungar konur elskuðu golf.“

Louise Suggs

Louise Suggs

Það var ekki létt verk fyrir þennan hóp kvenna að koma mótaröðinni á koppinn, en á mjög svo dýnamískan hátt sáu þær um alla þætti stofnunar hennar. Allt frá því að plana og skipuleggja mót, að því að setja henni reglur og hafa eftirlit með félögum; þær skiptu verkum milli sín sem byggðu að hæfileikum og aðstæðum hverrar og einnar.

„Við höfðum í raun ekki efni á að hafa skrifstofu,“ sagði Suggs, sem bæði er í LPGA og heimsfrægðarhöllinni. „Við höfðum skrifstofuna í farangursrýmum bíla okkar og svoleiðis. Við báðum Helen Hicks að vera ritara vegna þess að hún var góð á ritvél. Þegar ég horfi á skrifstofuna í Daytona Beach og hugsa um okkur 13 sem unnu mótaröðina upp úr farangursrýmum bíla okkar, þá er það óraunverulegt. Ég hugsa bara „jamm, ég byggði þetta upp!“

Svo sem við var að búast var mikið af hindrunum sem mætti þessum frumkvöðlum, t.d. þegar þær voru að útbúa dagskrá. Það var með hjálp fjölda fólks sem trúðu á kvennaíþróttir og þessa opnu og hressu persónuleika …. sem fengu út á það fyrstu styrktaraðila sína.

Kylfingar á borð við Patty Berg, Helen Hicks, Opal Hill og Helen Dettweiler voru ráðnar af  Wilson Sporting Goods og ferðuðust um Bandaríkin til þess að vera með golfsýningar og golfkennslu. Í gegnum tengsl sín var þeim kleift að tryggja fyrsta opinbera verðlaunasjóð fyrir LPGA, í fyrsta opinbera LPGA mótið:  the Tampa Open í  the Palma Ceia Country Club.

Helen Hicks, 1931

Helen Hicks, 1931

„Við vorum alltaf að rekast á þessa golfvöruframleiðendur og einhver stakk upp á að safna peningum og spila upp á þá af og til,“ sagði Suggs. „Það var í grundvallaratriðum svona sem þetta byrjaði allt. Við fórum ekki af stað með LPGA Tour með það í huga að við vildum spila upp á peninga. Við bara elskuðum golf.“

Eftir að konurnar fóru af stað með mótaröðina, nýttu þær tengslanet sitt og sáu fljótt að til þess að mótaröðin yxi yrðu þær að auglýsa og fá áhangendur.

„Við gerðum allt sem við gátum til þess að koma mótaröðinni á framfæri,“ rifjaði Suggs upp. „Við fórum á hafnarboltaleiki og slóum bolta yfir skortöflurnar. Frá höfninni og til þess að slá yfir skortöfluna þurfti maður 8-járn, en það leit út eins og við værum að hleypa úr fallbyssu og þetta vakti athygli fólks sem var hissa. Við fórum á boxleiki og glímur og ég hef aldrei borðað eins mikið af kjúkling á ævinni eins og í þeim mörgu matarboðum sem mér var boðið í.“

Eftir mikla vinnu, hefir LPGA Tour þróast í að verða heimssamtök með yfir 420 félögum og meðalverðlaunafé sem keppt er um eru $ 1,7 milljónum í dagskrá þar sem á eru 28 mót. Án þrautsegju og eldmóð hinna 13 stofnenda LPGA væri mótaröðin ekki það sem hún er í dag. Mótaröðin hefir verið starfandi í 63 ár í dag.

Stofnendurnir 13 eru:  Alice Bauer, Patty Berg, Bettye Danoff, Helen Dettweiler, Marlene Hagge, Helen Hicks, Opal Hill, Betty Johnson, Sally Sessions, Marilynn Smith, Shirley Spork, Louise Suggs og Babe Zaharias.

Stofnendur LPGA: Á mynd í efri röð frá vinstri eru: Betsy Rawls, Helen Hicks, Betty Hicks, Marilyn Smith, Marlene Bauer, Betty Jameson, Sally Sessions frá Muskegon (með skyggni) og (neðri röð f.v.) Patty Berg, Bettye Danoff, Alice Bauer, Babe Zaharias, Louise Suggs, Helen Dettweiler og Shirley Spork.

Stofnendur LPGA: Á mynd í efri röð frá vinstri eru: Betsy Rawls, Helen Hicks, Betty Hicks, Marilyn Smith, Marlene Bauer, Betty Jameson, Sally Sessions frá Muskegon (með skyggni) og (neðri röð f.v.) Patty Berg, Bettye Danoff, Alice Bauer, Babe Zaharias, Louise Suggs, Helen Dettweiler og Shirley Spork.

Suggs viðurkennir að bestu lífsminningarnar séu að hafa þróað mótaröðina með þessum konum og þá ekki hafa keppt á móti þeim heldur systralagið sem þær fundu allar fyrir.

„Ég hugsa um allan félagsskapinn í hóp okkar og að ferðast saman, það eru bestu minningarnar, jafnvel þó við höfum átt ýmsan kattarslaginn. Við litum eftir hvor annarri. Það kann að virðast sem við höfum ekki gert það, en við gerðum það. Ef einhver þarfnaðist hjálpar, hjálpuðum við. Ég held bara að það sé góðleikinn og vingjarnleiki hópsins sem gerði hann svo sérstakan. Við borðuðum saman og ferðuðumst á mót saman. Þetta var allt önnur tegund tilveru og við elskuðum hana. Ég er svo ánægð að hafa verið hluti af þessu. Þetta hefir verið gott líf.“

Heimild: LPGA