Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 07:30

PGA: DA Points sigraði á Shell Houston – Hápunktar og högg 4. dags

Bandaríkjamaðurinn DA Points stóð uppi sem sigurvegari í gær á Shell Houston Open, sem fram fór á Redstone golfvellinum í Humble, rétt hjá Houston í Texas. Points lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (64 71 71 66). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir urðu bandaríski kylfingurinn Billy Horschel og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem ekki hefir kveðið að lengi. Stenson hampaði ekki verðlaunagrip í lok móts en sárabótin er sú að hann tryggði sér farseðilinn á the Masters risamótið, sem fram fer eftir rúma viku!  Horschel og Stenson spiluðu á samtals 15 undir pari, 273 höggum, hvor; Stenson (69 70 68 66) og Horschel (68 72 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake luku leik í 3. sæti í N-Karólínu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG luku í  gær leik á Bryan National Collegiate. Spilað var á Bryan Park Champions golfvellinum á Browns Summit í Norður-Karólínu.  Mótið var 3 daga frá 29.-31. mars 2013 og þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum. Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 3. sæti í liðakeppninni. Ólafía Þórunn var á 2. besta skori liðsins og taldi skor hennar því í glæsiárangri liðsins Í einstaklingskeppninni varð Ólafía Þórunn T-23, þ.e. deildi 23. sætinu með 4 öðrum Hún lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (75 74 73) spilaði sífellt betur með hverjum hringnum. Berglind og UNCG Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 21:00

GK: Baldvin Jóhannsson 75 ára!

Þau merkilegu tímamót áttu sér stað hjá Baldvini Jóhannssyni, sem flestir í Golfklúbbnum Keili og reyndar kylfingar allir þekkja sem Balla, að hann átti 75 ára stórafmæli fyrir viku síðan, þann 24. mars 2013!  Balli fæddist á Hauganesi í Eyjafirði, við Árskógsströnd. Það var stolið úr okkur hér á Golf1 að Balli ætti afmæli og er innilega beðist afsökunar á því. Golf 1 óskar Balla eftir á hjartanlega til hamingju með merkisafmælið!!! Hér má sjá skemmtilegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn SMELLIÐ HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 20:30

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir – 31. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir.  Jóhanna er fædd 31. mars 1951 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Jóhanna hefir tekið þátt í fjölda opinna móta og staðið sig mjög vel. Til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með daginn getið þið komist á Fb. síðu hans hér: Jóhanna Margrét Sveinsdóttir F. 31. mars 1951 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Tommy Bolt, 31. mars 1916 – d. 30. ágúst 2008; Miller Barber, einnig nefndur Mr. X, 31. mars 1931 (82 ára); Nanci Bowen, 31. mars 1967 (46 ára);  Wade Ormsby, 31. mars 1980 (33 ára)  …. og …. Gunnar Þór Ásgeirsson F. 31. mars 1985 (28 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 20:15

GA: Fjölmenni í Páskapúttmóti Freyju

Hjá GA fór nú um helgina fram Páskapúttmót Freyju. Teiggjafirnar í mótinu voru glæsilegar en allir voru leystir út með Freyjupáskaeggi! Úrslit urðu eftirfarandi: Í unglingaflokki sigraði Stefán Einar Sigmundsson með 27 pútt, í 2. sæti var Ævarr Freyr Birgisson með 28 pútt og í 3. sæti var Víðir Steinar Tómasson en hann og Lárus Ingi Antonsson voru jafnir en Víðir var með betra skor þegar talið var til baka á seinustu 3 holunum. Í kvennaflokki sigraði Halla Sif með 28 pútt, í 2. sæti var Anna Einarsdóttir með 29 pútt og Brynja Herborg með 30 pútt í 3. sæti. Í karlaflokki sigraði Sigmundur Ófeigsson með 28 pútt, í 2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 20:00

PGA: Shell Houston í beinni

Mót vikunnar á PGA Tour er Shell Houston Open.  Spilað er á Redstone golfvellinum í Humble, í Houston, Texas. Flestir af topp-10 kylfingum heims taka þátt …. allir nema Tiger …. og gengið hjá þeim er misjafnt. Eftir 2. dag leiðir bandarísku kylfingarnir Stewart Cink og Bill Haas. Bein útsending frá mótinu á netinu hófst kl. 20:00. Til þess að sjá beina útsendingu frá Shell Houston Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 19:15

LET: Ariya sigraði á Lalla Meryem

Það var Ariya Jutanugarn frá Thailandi, sem sigraði á Lalla Meryem Cup í Marokkó nú fyrr í dag. Hún lék  á samtals 14 undir pari, 270 höggum (69 67 67 67) sýndi alveg ótrúlegan stöðugleika! Í 2. sæti urðu  bandaríski kylfingurinn Beth Allen og nýliðinn  Charley Hull, 3 höggum á eftir Ariyu á samtals 11 undir pari, 273 höggum; Beth  (70 68 67 68) og Charley á (68 70 64 71). Sú síðarnefnda náði ekki að fylgja eftir glæsiskori sínu frá því í gær, en hún á framtíðina fyrir sér!  Í 4. sæti varð nýliðinn Katie Burnett og í 5. sæti fyrrum W-7 módelið Mikaela Parmlid. Til þess að sjá úrsltin á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 19:00

Evróputúrinn: Siem á Masters?

Móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Trophée Hassan II, sem farið hefir fram í Agadir í Marokkó, lauk í dag. Þjóðverjinn Marcel Siem bar sigur úr býtum, lék  á samtals 17 undir pari, 271 höggi (64 68 69 70). Fyrir sigurinn hlaut Siem € 250.000. Siem verður að vera meðal efstu 50 á heimslistanum til þess að hljóta boð um að spila á Augusta National og verður að bíða þar til seinna í kvöld til þess að sjá hvernig Henrik Stenson, Russel Henley og Charles Howell III gengur á Shell Houston Open. „Það myndi vera ótrúlegt“ sagði Siem aðspurður um hvaða þýðingu það hefði að fá farmiðann til Georgíu. „Þetta hefir verið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 14:00

Evróputúrinn: Trophée Hassan II í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Trophée Hassan II mótið sem fer fram á Golf du Palais Royal golfvellinum í Agadir, Marrokkó. Sá sem á titil að verja er Norður-Írinn Michael Hoey. Af öðrum þekktum kylfingum sem þátt taka í mótinu mætti nefna Spánverjanna Alvaro Quiros og Pablo Larrazábal,  Danann Sören Kjeldsen, „norska frænda okkar“ Espen Kofstad, Molinari bræðurna ítölsku, Englendingana David Horsey, Graeme Storm og Lee Slattery og fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu 2012 José Maria Olázabal. Mótið fagnar 40 ára afmæli sínu og Golf du Palais Royal d´Agadir golfvöllurinn er sagður í sérstaklega góðu ásigkomulagi. Bein útsending hófst kl. 12:00  Til þess að sjá mótið í beinni SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 00:01

Gleðilega páska!

Golf 1 óskar kylfingum nær og fjær gleðilegra páska og margra skemmtilegra golfhringja í vor og á komandi sumri! Megið þið öll ná markmiðum ykkar! Jafnframt þakkar Golf 1 fyrir góðar viðtökur. Golf 1 hefir nú verið starfandi í 1 1/2 ár og á þeim tíma hafa 5300 golffréttir, bæði innlendar og erlendar birtst, bæði á ensku og íslensku, sem gerir að meðaltali tæpar 10 golffréttir á dag. Framundan er síðan spennandi golfsumar… Í dag, Páskadag, fer Golf 1 í páskafrí og birtast engar fréttir aftur fyrr en í kvöld. Gleðilega páska!