Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn og Wake luku leik í 3. sæti í N-Karólínu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG luku í  gær leik á Bryan National Collegiate. Spilað var á Bryan Park Champions golfvellinum á Browns Summit í Norður-Karólínu.  Mótið var 3 daga frá 29.-31. mars 2013 og þátttakendur eru 90 frá 17 háskólum.

Ólafía Þórunn og Wake Forest luku leik í 3. sæti í liðakeppninni. Ólafía Þórunn var á 2. besta skori liðsins og taldi skor hennar því í glæsiárangri liðsins Í einstaklingskeppninni varð Ólafía Þórunn T-23, þ.e. deildi 23. sætinu með 4 öðrum Hún lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (75 74 73) spilaði sífellt betur með hverjum hringnum.

Berglind og UNCG höfnuðu í 15. sætinu og Berglind var á 4.-5. besta skori liðsins.  Liðið bætti sig eftir því sem leið á keppnina en það var ekki að finna sig í upphafi og var í botnsætinu.  Berglind lék á samtals 26 yfir pari, 242 höggum (84 75 83)

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Bryan National Collegiate SMELLIÐ HÉR: