Ariya Jutanugarn frá Thailandi – sigurvegari Lalla Meryem Cup
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 19:15

LET: Ariya sigraði á Lalla Meryem

Það var Ariya Jutanugarn frá Thailandi, sem sigraði á Lalla Meryem Cup í Marokkó nú fyrr í dag. Hún lék  á samtals 14 undir pari, 270 höggum (69 67 67 67) sýndi alveg ótrúlegan stöðugleika!

Í 2. sæti urðu  bandaríski kylfingurinn Beth Allen og nýliðinn  Charley Hull, 3 höggum á eftir Ariyu á samtals 11 undir pari, 273 höggum; Beth  (70 68 67 68) og Charley á (68 70 64 71). Sú síðarnefnda náði ekki að fylgja eftir glæsiskori sínu frá því í gær, en hún á framtíðina fyrir sér! 

Í 4. sæti varð nýliðinn Katie Burnett og í 5. sæti fyrrum W-7 módelið Mikaela Parmlid.

Til þess að sjá úrsltin á Lalla Meryem Cup fyrir lokadaginn SMELLIÐ HÉR: