Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 19:00

Evróputúrinn: Siem á Masters?

Móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Trophée Hassan II, sem farið hefir fram í Agadir í Marokkó, lauk í dag.

Þjóðverjinn Marcel Siem bar sigur úr býtum, lék  á samtals 17 undir pari, 271 höggi (64 68 69 70). Fyrir sigurinn hlaut Siem € 250.000.

Siem verður að vera meðal efstu 50 á heimslistanum til þess að hljóta boð um að spila á Augusta National og verður að bíða þar til seinna í kvöld til þess að sjá hvernig Henrik Stenson, Russel Henley og Charles Howell III gengur á Shell Houston Open.

„Það myndi vera ótrúlegt“ sagði Siem aðspurður um hvaða þýðingu það hefði að fá farmiðann til Georgíu.

„Þetta hefir verið draumur minn síðan ég var krakki þannig að ef hann rættist myndi það vera ótrúlegt. Það myndi vera dásamlegt að spila á the Masters.“

„Ég vil bara spila á þessum velli. Ég græt ekki en það mun verða mjög tilfinningaþrunginn stund. Ég man þegar ég var krakki að horfa á Bernhard Langer sigra þar. Ég var líka hrifinn af Greg Norman og man hversu óheppinn hann var þarna.“

„Hann lítur bara ótrúlega út (Augusta National golfvöllurinn); harður golfvöllur þar sem maður verður að hitta öll högginn; frá vinstri til hægri og hægri til vinstri háa og lága bolta. Maður verður að forma höggið mikið og það hentar mér. Ég vona bara að ég hafi gert nóg til þess að komast þangað.“

Siem átti 3 högg á næstu menn, Englendinginn David Horsey og Finnann Mikko Ilonen sem spilaði s.s. á samtals 14 undir pari, 274 höggum : Horsey (68 67 70 69)  og Ilonen (69 66 70 69).

Í fjórða sæti varð Spánverjinn Pablo Larrazábal, á samtals 12 undir pari, 276 höggum (72 64 69 71).

Til þess að sjá úrslitin á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: