Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Hartø sló buxnalaus

Það er ýmislegt sem gerist í golfmótum og þar eru stærstu mótaraðirnar ekkert undanþegnar. Í Trophée Hassan II mótinu, sem fram fór nú s.l. helgi lenti bolti eins keppandans, danska kylfingsins Andreas Hartø, út í vatni. Hann vildi að sjálfsögðu ekki bleyta sokka sína og skó og ekki heldur golfbuxur sínar, þannig að hann klæddi sig einfaldlega úr þeim og fór síðan út í vatnið og átti þetta líka glæsihögg upp úr. Hann var ekkert að fela nekt læra sinna heldur tipplaði síðan sallarólegur á nærbuxunum yfir grínið til að merkja bolta sinn. Hartø gekk annars alveg bærilega í mótinu, lauk leik á samtals 4 undir pari og T-15. Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 08:00

Clarke meiddur – óvíst um Mastersþátttöku

Darren Clarke, fyrrum meistari Opna breska dró sig úr Valero Texas Open, móti vikunnar á PGA og bar fyrir sig ótilgreind meiðsli í fæti. Clarke átti að hefja leik í holli með Pádraig Harrington, Rory McIlroy og Shane Lowry í San Antonio nú á fimmtudaginn.  Nú verður ekkert af því og jafnvel gæti svo farið að hann drægi sig úr The Masters risamótinu. Ef Clarke dregur sig úr mótinu er Þjóðverjinn Marcel Siem næsti maður inn … en Clarke hefir enn ekki tilkynnt neitt um úrsögn sína úr móti mótanna (the Masters). Auk Clarke hafa Geoff Ogilvy, George Coetzee, Hank Kuehne, Doug LaBelle, Arron Oberholser og Chris Kirk dregið sig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar í 1. sæti eftir 1. dag á Bancorp mótinu

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hófu í gær leik á Bancorp South Reunion Intercollegiate í Madison, Mississippi. Spilað er í Reunion Golf Country Club og stendur mótið dagana 1.-2. apríl. Axel er samtals búinn að spila á 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og er á næstbesta skori Mississippi State og telur skor hans því í glæsiárangri liðsins, sem er í 1. sæti í liðakeppninni. Axel er í 4. sæti í einstaklingskeppninni!!! Lokahringurinn verður  leikinn í kvöld. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Bancorp South Reunion Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 21:21

GKJ: Kristján Þór spilaði á 6 undir pari í Annars í Páskum mótinu!

Í dag fór fram Opna Annars í Páskum mót Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ.  Þátttaka var að venju góð 163 voru skráðir í mótið og 151 luku keppni þar af 10 konur. Af konunum stóð Camilla Margareta Tvingmark, GKJ, sig best í höggleikshlutanum (spilaði á 100 höggum) og Ágústa V. Sigurðardóttir, GKJ,  hlaut flesta punkta (31 punkt). Veitt voru 3 verðlaun fyrir efstu sætin í punktakeppni og fyrir 3 bestu skorin. Á besta skorinu í mótinu var Kristján Þór Einarsson, lék Hlíðavöll á 6 undir pari, 66 glæsihöggum!!! Á hringnum fékk Kristján Þór 2 erni (á 4. og 6. braut), 3 fugla, 12 pör og 1 skolla!!!! Glæsilegt. Í 2. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 15:30

Mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State hefja leik í dag í Challenge mótinu í Onion Creek, í Austin, Texas. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og Texas State með því að SMELLA HÉR:  Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State hefja leik í dag á ASU Red Wolves Intercollegiate, í Ridge Point Country Club, í Jonesboro, Arkansas. Fylgjast má með gengi Andra Þórs og Nicholls State með því að SMELLA HÉR:  Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hefja leik í dag á Bancorp South Reunion Intercollegiate í Madison, Mississippi. Fylgjast má með gengi Axels og Mississippi State með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 14:00

Golfútbúnaður: Miura fleygjárn – Myndskeið

Miura fleygjárn eru gæðavara frá Japan. Tilfinningin að slá með þeim er mjúk og engu lík.  Skilningurinn á þessari tilfinningu kom  – svokallað aha-móment  kom  – þegar meðfylgjandi myndskeið var skoðað. Þar sést  að nokkru vandvirknin og hversu mikið fer í að búa til Miura fleygjárnin. Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá hvernig Miura fleygjárn eru búin til í verksmiðjunni í Japan SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og er því 15 ára í dag. Helgi Snær er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Svo sem hann á ættir til er Helgi Snær snjall kylfingur, spilaði m.a.  á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar, Helgi Snær varð í 11. sæti í 1. mótinu uppi á Skaga og  í 9. sætinu á 3. mótinu á Korpunni. Helgi Snær tók bronsið eða 3. sætið á Íslandsmótinu í höggleik! Eins komst Helgi Snær í 8 manna úrslit í strákaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni. Loks lauk Helgi Snær 2012 keppnistímabilinu með því að landa 1. sætinu í 6. og síðasta mótinu ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 10:45

The Masters 2013: Keppendurnir 92

Hér fer listi yfir alla 92 þátttakendur the Masters í ár, sem fram fer 11.-14 apríl 2013. Þeir sem keppa á the Masters 2013 eru: Fyrrum sigurvegarar á the Masters: Bubba Watson, Charl Schwartzel, Phil Mickelson, Angel Cabrera, Trevor Immelman, Zach Johnson, Tiger Woods, Mike Weir, Vijay Singh, Jose Maria Olazabal, Mark O’Meara, Ben Crenshaw, Bernhard Langer, Fred Couples, Ian Woosnam, Sandy Lyle, Larry Mize, Craig Stadler, Tom Watson. Sigurvegarar á Opna bandaríska undanfarin 5 ár: Webb Simpson, Rory McIlroy, Graeme McDowell, Lucas Glover. Sigurvegarar á Opna breska undanfarin 5 ár: Ernie Els, Darren Clarke, Louis Oosthuizen, Stewart Cink, Pádraig Harrington. Sigurvegarar á PGA CHAMPIONSHIP undanfarin 5 ár:  Keegan Bradley, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 09:45

Hver er kylfingurinn: DA Points?

Bandaríski kylfingurinn DA Points sigraði á Shell Houston Open í gær, 31. mars 2013.  Það hefir ekki farið mikið fyrir honum ofarlega á skortöflu PGA mótaraðarinnar, þannig að hver er kylfingurinn? Darren Andrew „D.A.“ Points fæddist 1. desember 1976 í Pekin, Illinois, þar sem hann ólst einnig upp. Points var í Pekin High School og fór síðan í University of Illinois, þar sem hann var third Team All-American. Points sigraði á Illinois State Amateur Championship árin 1995, 1998, og 1999. Hann tapaði fyrir Tiger Woods í fjórðungsúrslitum the U.S. Amateur árið 1996. Points gerðist atvinnumaður árið 1999. Points lék á the Buy.com (síðar Nationwide og nú Web.com ) Tour á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 08:00

PGA: Stenson kemst á Masters

Henrik Stenson varð bara í 2. sætinu á Shell Houston Open … en hann fékk farmiðann sinn á the Masters risamótið og er hæstánægður með það! Fyrir aðeins 8 mánuðum síðan var Stenson nr. 133 á heimslistanum en hann spilaði lokahringinná Shell Houston í gær á 6 undir pari 66 höggum og var í forystu þegar mótinu var frestað vegna þrumuveðurs.  En það fór sem fór DA Points náði að klára með 4 pörum og tryggði sér 1 höggs sigur. Báðir voru þeir Points og Stenson meðal 4 leikmanna sem bætt var við þá leikmenn sem fá þátttökurétt á Augusta National – Points vegna þess að hann er sigurvegari á Lesa meira