Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 07:30

PGA: DA Points sigraði á Shell Houston – Hápunktar og högg 4. dags

Bandaríkjamaðurinn DA Points stóð uppi sem sigurvegari í gær á Shell Houston Open, sem fram fór á Redstone golfvellinum í Humble, rétt hjá Houston í Texas.

DA Points

DA Points

Points lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (64 71 71 66).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir urðu bandaríski kylfingurinn Billy Horschel og sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem ekki hefir kveðið að lengi. Stenson hampaði ekki verðlaunagrip í lok móts en sárabótin er sú að hann tryggði sér farseðilinn á the Masters risamótið, sem fram fer eftir rúma viku!  Horschel og Stenson spiluðu á samtals 15 undir pari, 273 höggum, hvor; Stenson (69 70 68 66) og Horschel (68 72 67 66).

Fjórða sætinu deildu Dustin Johnson og grínistinn Ben Crane; báðir á samtals 14 undir pari, 274 höggum, hvor.

Rory McIlroy nr. 2 og hæst „rankaði“ kylfingurinn í mótinu hafnaði í 45. sætinu ásamt 4 öðrum og var á samtals 4 undir pari, heilum 12 höggum á eftir sigurvegaranum DA Points.

Til þess að sjá úrslitin á Shell Houston Open 2013 SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á 4. og lokahring Shell Houston Open 2013 SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 4. hrings á Shell Houston Open 2013, sem DJ átti  SMELLIÐ HÉR: