Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 20:15

GA: Fjölmenni í Páskapúttmóti Freyju

Hjá GA fór nú um helgina fram Páskapúttmót Freyju. Teiggjafirnar í mótinu voru glæsilegar en allir voru leystir út með Freyjupáskaeggi!

Úrslit urðu eftirfarandi:

Í unglingaflokki sigraði Stefán Einar Sigmundsson með 27 pútt, í 2. sæti var Ævarr Freyr Birgisson með 28 pútt og í 3. sæti var Víðir Steinar Tómasson en hann og Lárus Ingi Antonsson voru jafnir en Víðir var með betra skor þegar talið var til baka á seinustu 3 holunum.

Í kvennaflokki sigraði Halla Sif með 28 pútt, í 2. sæti var Anna Einarsdóttir með 29 pútt og Brynja Herborg með 30 pútt í 3. sæti.

Í karlaflokki sigraði Sigmundur Ófeigsson með 28 pútt, í 2 sæti var Ólafur Gylfason með 30 pútt og í 3 sæti Jóhann Sigurðsson einnig með 30 pútt. Telja þurfti til baka hjá nokkrum sem voru með 30 pútt.