Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 31. 2013 | 14:00

Evróputúrinn: Trophée Hassan II í beinni

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Trophée Hassan II mótið sem fer fram á Golf du Palais Royal golfvellinum í Agadir, Marrokkó.

Sá sem á titil að verja er Norður-Írinn Michael Hoey.

Af öðrum þekktum kylfingum sem þátt taka í mótinu mætti nefna Spánverjanna Alvaro Quiros og Pablo Larrazábal,  Danann Sören Kjeldsen, „norska frænda okkar“ Espen Kofstad, Molinari bræðurna ítölsku, Englendingana David Horsey, Graeme Storm og Lee Slattery og fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu 2012 José Maria Olázabal.

Mótið fagnar 40 ára afmæli sínu og Golf du Palais Royal d´Agadir golfvöllurinn er sagður í sérstaklega góðu ásigkomulagi.

Bein útsending hófst kl. 12:00

 Til þess að sjá mótið í beinni SMELLIÐ HÉR: