Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 10:00

Vala Torfadóttir fór holu í höggi!!!

Vala Torfadóttir, GO og GKB,  fór holu í höggi á 13. flöt Strandarvallar á Hellu, nú á Páskunum.  Golf 1 spurði Völu nánar út í draumahöggið, en ítarlegra viðtal birtist við þennan nýjasta félaga Einherjaklúbbsins hér á Golf 1 á morgun. Nú fórstu holu í höggi á Strandarvelli, mannstu á hvaða degi það var og af hvaða tilefni þú varst að spila völlinn (var mót eða bara verið að spila ánægjunnar vegna?) Þetta var á Skírdag 28.mars sl., ég var nýkomin í páskafrí og ætlaði svo sannarlega að njóta þess að spila í góða veðrinu á Íslandi með vinum mínum. Hverjir voru í holli með þér? Eiginmaðurinn og vinir okkar Ásthildur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 08:00

GKJ: Þórhallur og Helgi sigruðu í Vetrarmóti 20

Þó Esjan væri hvít niður í fjallsrætur, stífur vindur og ferkar svalt í morgunsárið, laugardaginn 6. apríl 2013,  létu 47 kylfingar það ekki hafa áhrif á sig þegar spilað var við fínar aðstæður í vetrarmóti 20 á Hlíðarvelli.  Mótið var innanfélagsmót í GKJ. Höggleikur: 1. Þórhallur Kristvinsson 66 högg 2. Lárus Sigvaldason 66 högg 3. Guðjón Þorvaldsson 67 högg Punktakeppni: 1. Helgi Gunnarsson 30 punktar 2. Kristinn G Ólafsson 25 punktar 3. Birgir Sigurjónsson 24 Næsta laugardag, 13. apríl 2013, verður opið mót og  má skrá sig í það hér á GOLF.IS

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 04:30

LPGA: Inbee vann á Kraft Nabisco

Það var nokkuð öruggur sigurinn hjá Inbee Park frá Suður-Kóreu á 1. risamótinu í kvennagolfinu í ár: Kraft Nabisco Championship. Inbee var á samtals 15 undir pari, 273 höggum (70 67 67 69) og fékk $ 300.000 fyrir sigurinn!  Það var því Inbee sem stökk í Poppy Pond árið 2013, en hefð er fyrir því að sigurvegarinn taki dýfu í tjörninni á Rancho Mirage að sigri loknum. Með sigrinum fer Inbee í 2. sæti Rolex-heimslistans. Í 2. sæti á Kraft Nabisco varð landa Park, So Yeon Ryu á samtals 11 höggum undir pari, eða heilum 4 höggum á eftir Park.  Ryu lék á samtals 277 höggum (73 71 68 65). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 04:00

PGA: Laird sigraði – Rory í 2. sæti

Texas Valero Open lauk í gær með sigri Skotans Martin Laird.  Laird lék samtals á 14 undir pari, 274 höggum (70 71 70 63). Hann setti nýtt vallarmet með glæsilegum lokahring sínum upp á 63 högg, þar sem hann fékk 9 fugla og 9 pör! Laird átti 2 högg á nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem hafnaði í 2. sæti á 12 undir pari, 276 höggum (72 67 71 66). Í þriðja sæti urðu forystumaður fyrstu daganna Billy Horschel, Jim Furyk og Charley Hoffman allir á 11 undir pari, 277 höggum, hver. Einn í 6. sæti varð svo KJ Choi á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 19:30

Valero Texas Open í beinni

Þá er komið að úrslita- og lokahringnum í Valero Texas Open. Spilað er á TPC San Antonio, í Texas. Billy Horschel leiðir en skammt undan eru menn á borð við fv. nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Jim Furyk. Æsispennandi golfsunnudagskvöld framundan. Bein útsending hefst kl. 20:00 Til þess að sjá lokahringinn á Valero Texas Open í beinni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Richard H. Lee – (22. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt þ.e. þátttökurétt á PGA Tour, 2013 Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 7.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 4. sætinu: Billy Horschel, Richard H. Lee og Kris Blanks.  Byrjað var með kynningu á Billy Horschel, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Xi Yu Lin – (39. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 14:00

Korda á stuðning foreldra sinna

Hin bandarísk/tékkneska Jessica Korda myndi taka stórt skref úr skugga hins fræga tenniskappa, föður síns, Petr Korda sigri hún í kvöld á Kraft Nabisco risamótinu. Sem stendur deilir hún 3. sætinu ásamt nokkrum frábærum kvenkylfingum m.a. Suzann Pettersen. Hún þiggur ráð foreldra sinna sem bæði kepptu í tennis. Petr, pabbi hennar sagði m.a á blaðamannafundi: „Regína (mamma Jessicu) og ég munum gefa henni góð ráð, sem kunna að koma að notum. Við höfum bæði verið í þessum sporum og vitum hvernig stressið getur farið með mann.“ Petr og Regína Korda byrjuðu að deita þegar bæði kepptu fyrir Tékkóslóvakíu, meðan kommúnistar voru enn við völd í landinu. Þau eru bæði grönn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Suzann Pettersen – 7. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  Suzann Pettersen, en hún er fædd í Osló 7. apríl 1981 og því 32 ára í dag. Suzann er nr. 3 á Rolex-heimslista kvenna og þekktust fyrir að vera sá kvenkylfingur á LPGA, sem stundar mestu líkamsræktina. Suzann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2000 og spilar í dag bæði á LPGA og LET. Hún hefir á ferli sínum unnið 17 titla þ.e.: 10 á LPGA, 6 á LET og síðan vann hún óopinbert mót með Natalie Gulbis og Christie Kerr, Wendy´s 3 Tour Challenge árið 2009. Suzann hefir 6 sinnum (2002, 2003, 2005, 2007, 2009 og 2011) tekið þátt í Solheim Cup liði Evrópu og var lykilkona Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 10:15

GKB 20 ára

Afmælishóf var haldið í golfskálanum að Kiðjabergi í gær, 6. apríl 2013, í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá stofnun Golfkúbbsins Kiðjabergs. Tæplega 100 gestir mættu til veislu og voru klúbbnum færðar veglegar gjafir. Margir af stofnfélögum klúbbsins mættu til að fagna þessum merku tímamótum. Jóhann Friðbjörnsson, formaður og framkvæmdastjóri GKB, flutti ræðu og fór m.a.yfir sögu klúbbsins. Karlakór Hrunamanna kom í heimsókn og tók lagið við góðar undirtektir gesta. Í ræðu sinn í dag sagði Jóhann formaður m.a. að félagafjöldi í Golfklúbbi Kiðjabergs væri nú rúmlega 400 talsins og hefði því tífaldast frá stofnum hans árið 1993. Stefnan er sett á að fjölga félögum umtalsvert á næstu Lesa meira