
Vala Torfadóttir fór holu í höggi!!!
Vala Torfadóttir, GO og GKB, fór holu í höggi á 13. flöt Strandarvallar á Hellu, nú á Páskunum. Golf 1 spurði Völu nánar út í draumahöggið, en ítarlegra viðtal birtist við þennan nýjasta félaga Einherjaklúbbsins hér á Golf 1 á morgun.
Nú fórstu holu í höggi á Strandarvelli, mannstu á hvaða degi það var og af hvaða tilefni þú varst að spila völlinn (var mót eða bara verið að spila ánægjunnar vegna?) Þetta var á Skírdag 28.mars sl., ég var nýkomin í páskafrí og ætlaði svo sannarlega að njóta þess að spila í góða veðrinu á Íslandi með vinum mínum.
Hverjir voru í holli með þér? Eiginmaðurinn og vinir okkar Ásthildur Ragnarsdóttir og Jón Rúnar Halldórsson.
Er þetta í fyrsta skipti sem þú ferð holu í höggi? Já.
Hvaða kylfu notaðir þú þegar þú slóst höggið góða? Það var mótvindur þannig að ég ákvað að taka 3.tréð.
Nú er 13. brautin á Strandarvelli ekki auðveldasta par-3 holan – sástu boltann fara ofan í holu? Nei, en þetta leit vel út og þegar við sáum að boltinn var ekki á flötinni var byrjað á að athuga ofan í holuna, en ekki fyrir utan eins og maður gerir nú oftast.
Hvernig var tilfinningin þegar þú gerðir þér grein fyrir að boltinn hefði lent ofan í holu? Ótrúleg og þó svo að hollið mitt hafi byrjað að klappa þorði ég ekki að trúa því fyrr en ég leit ofan í holuna sjálf!
Golf 1 óskar Völu innilega til hamingju með ásinn!!!
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022