Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 08:00

GKJ: Þórhallur og Helgi sigruðu í Vetrarmóti 20

Þó Esjan væri hvít niður í fjallsrætur, stífur vindur og ferkar svalt í morgunsárið, laugardaginn 6. apríl 2013,  létu 47 kylfingar það ekki hafa áhrif á sig þegar spilað var við fínar aðstæður í vetrarmóti 20 á Hlíðarvelli.  Mótið var innanfélagsmót í GKJ.
Höggleikur:
1. Þórhallur Kristvinsson 66 högg
2. Lárus Sigvaldason 66 högg
3. Guðjón Þorvaldsson 67 högg
Punktakeppni:
1. Helgi Gunnarsson 30 punktar
2. Kristinn G Ólafsson 25 punktar
3. Birgir Sigurjónsson 24

Næsta laugardag, 13. apríl 2013, verður opið mót og  má skrá sig í það hér á GOLF.IS