Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 14:00

Korda á stuðning foreldra sinna

Hin bandarísk/tékkneska Jessica Korda myndi taka stórt skref úr skugga hins fræga tenniskappa, föður síns, Petr Korda sigri hún í kvöld á Kraft Nabisco risamótinu.

Sem stendur deilir hún 3. sætinu ásamt nokkrum frábærum kvenkylfingum m.a. Suzann Pettersen.

Hún þiggur ráð foreldra sinna sem bæði kepptu í tennis. Petr, pabbi hennar sagði m.a á blaðamannafundi: „Regína (mamma Jessicu) og ég munum gefa henni góð ráð, sem kunna að koma að notum. Við höfum bæði verið í þessum sporum og vitum hvernig stressið getur farið með mann.“

Petr og Regína Korda byrjuðu að deita þegar bæði kepptu fyrir Tékkóslóvakíu, meðan kommúnistar voru enn við völd í landinu. Þau eru bæði grönn og hávaxin. Regína keppti í sína tíð á Ólympíuleikunum og var óhemju fögur. Petr sigraði á Opna ástralska þegar hann var 30 ára og Jessica aðeins 4 ára. Það var Jessica litla sem sagði stressaða pabba sínum þá að sigra, sem hann gerði og tók hið fræga „skæra-hopp“ upp í loftinu af ánægju eftir sigurinn.

„Ég man að hann kom hlaupandi upp vegginn og hljóp til mín og mömmu, lyfti mér upp og sagði að hann hefði sigrað!“

Petr var mjög ánægður að Jessica skyldi velja golf í staðinn fyrir tennis og sleppa þannig a.m.k. við stressið út af samanburðinum. Yngri systir Jessicu, Nelly, hefir nú fetað í fótspor eldri systur sinnar. Þær horfa á kvikmyndir saman þegar Jessie er heima. Jessica býr nefnilega enn hjá foreldrum sínum og tveimur yngri systkinum í Bradenton, Florida. Þegar hún var spurð hvort það væri einhver munur milli systranna sagði Nelly „ég hef ekki fundið út neinn mun, enn.“

Sebastian, sá yngsti í Korda-fjölskyldunni, 12 ára, spilaði eitt sinn hokkí, en stefnir nú að því að feta í fótspor foreldranna á tennis-vellinum.

„Ég held að Sebastian muni eiga erfitt, en hann elskar að spila og við munum styðja hann.“

Það sem er m.a. áhugavert við Jessicu er ekki að hún fór ekki í háskóla til þess að geta gerst atvinnumaður. Það gera margir m.a. Lexi, vinkona hennar. Nei, meðal þess áhugaverðasta er að hún ferðast ein. Þegar Korda-fjölskyldan skýtur upp kollinum í Palm Springs í kvöld til að fylgjast með lokahring Jessicu þá er það í fyrsta sinn sem þau sjást í 10 vikur.

„Pabbi er frábær hvað þetta snertir. Hann vissi að það var kominn tími til að sleppa af mér höndunum og bróðir minn og systir þarfnast hann mun meir en ég.“

Korda ferðaðist með Jodi Ewart Shadoff, sem leiddi fyrsta daginn á Kraft en þær eru góðar vinkonur. Önnur góð vinkona Korda er Michelle Wie, en báðar eru jafnhávaxnar og geta verið í hælaháum saman án þess að finnast það asnalegt (þær eru báðar 1,83 m á hæð).

Jessie, sem vann fyrsta LPGA titil sinn í Ástralíu segir að foreldrar hennar hafi alltaf sagt henni álit sitt en segi henni aldrei hvað eigi að gera. Hún má taka eigin ákvarðanir og stundum gerir hún mistök. Þetta er skemmtileg nálgun á mótaröð þar sem mikið er af foreldrum, sem ofvernda.

Auðvitað í fyrsta sinn sem Jessica var ein – í Taíwan á nýliðaári sínu – þá var það erfitt. Að fara í mat ein. Að rata leiðar sinnar í ókunnu landi, ein. En eftir smá tíma fór hún að eignast vini. Nú finnst henni fullkomnlega eðlilegt að ferðast um ein án foreldra, umboðsmanns eða sveifluþjálfara.

Í nokkur ár hefir Petr Korda farið hægt í hlutina. Hann vildi ekki að hún spilaði of mikið sem táningur og leyfði henni að vera í Evrópu á sumrin. Hún keppti í fyrsta risamóti sínu 2008, US Women´s Open í Interlachen. Hún varð T-19 ….. og Inbee Park sigraði.  Spurning hvort dæmið snúist við í kvöld og Jessie standi uppi sem sigurvegari?

Petr sagði að nú þegar dóttir hans væri á 3. ári sínu á LPGA væri hún orðin viðskiptasinnaðri. Hún ætti kæresta, sem líka væri atvinnumaður í golfi og væri þessa vikuna í Q-school fyrir kanadíska PGA.

„Hún er orðin rólegri. Hún á frábæran kæresta. Þetta minnir mig á hvað við (Regína) gengum í gegnum. Ég byrjaði að deita Regínu þegar við voru 19 ára. Við höfum gefið Jessicu ráð. En hún er sú sem tekur næstu skref.“

Kannski næstu skref Jessicu verði ofan í Poppy Pond í kvöld. Hver veit? Við sem fylgst höfum með henni vitum að hún kann skærasthopp föður síns fullkomlega (tók það eftir sigurinn í Ástralíu).