Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 04:00

PGA: Laird sigraði – Rory í 2. sæti

Texas Valero Open lauk í gær með sigri Skotans Martin Laird.  Laird lék samtals á 14 undir pari, 274 höggum (70 71 70 63). Hann setti nýtt vallarmet með glæsilegum lokahring sínum upp á 63 högg, þar sem hann fékk 9 fugla og 9 pör!

Laird átti 2 högg á nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem hafnaði í 2. sæti á 12 undir pari, 276 höggum (72 67 71 66).

Í þriðja sæti urðu forystumaður fyrstu daganna Billy Horschel, Jim Furyk og Charley Hoffman allir á 11 undir pari, 277 höggum, hver.

Einn í 6. sæti varð svo KJ Choi á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin í heild á Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins þ.e. 4 dags á Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Texas Valero Open, sem var ás Greg Chalmers SMELLIÐ HÉR: