Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 7. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Xi Yu Lin – (39. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 6-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú er það sú sem varð í 5. sæti:

Fullt nafn: Xi Yu Lin.

Ríkisfang: kínversk.

Fæðingardagur: 25. febrúar 1996 (17 ára).

Fæðingarstaður: Guangzhou.

Gerðist atvinnumaður: 1. september 2011.

Hæð: 170 cm.

Hárlitur: Svartur.

Augnlitur: Dökkbrúnn.

Byrjaði í golfi: 1. ágúst 2004 (8 ára).

Mestu áhrifavaldarnir í golfi: Shanshan Feng, sem líka er frá Guangzhou og mamma Lin, sem er atvinnumaður í fótbolta.

Áhugamál: Allt sem er blátt! Finnst gaman að mat, tónlist, kvikmyndum að borða góðan mat og fara í verslunarferðir.

Hápunktar á áhugamannsferli: Vann silfurmedalíuna á Asian Games 2010. Varð í 9. sæti á Sanya Ladies Open, 2010 á LET.

Hápunktar á atvinnumannsferli: Tók þátt á US Women´s Open 2011. Varð í 5. sæti á Sanya Ladies Open á LET, 2011. Varð í 2. sæti á Sun Coast 2012. Hún er 2012 Tian Jing CLPGA meistari og Wu Xi Srixon CLPGA meistari.

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: 5. sæti.