Adam Scott sigurvegari Masters!!!
Adam Scott varð í kvöld fyrsti ástralski kylfingurinn sem tekst að sigra Mastersmótið, á Augusta National. Landi Scott, Greg Norman, varð t.a.m. 3 sinnum í 2. sæti: 1986, 1987 og 1996, þegar hann jafnaði glæsilegt vallarmet Nick Price upp á 63 högg á Augusta National, en jafnvel það dugði ekki! Adam Scott er 32 ára, fæddur 16. júlí 1980 í Adelaide, Ástralíu. Hann vann Ángel Cabrera, 43 ára, frá Argentínu í bráðabana. Fyrst var 18. holan spiluð en þar fengu báðir par. Næst var farið á 10. holu og þar hafði Scott sigur!!! Þessi sigur bætir fyrir óhappalokaholur Scott á Opna breska 2012, þar sem hann lét sigurinn ganga sér Lesa meira
Bráðabani milli Cabrera og Scott
Ángel Cabrera og Adam Scott luku báðir leik eftir 72 holur á 77. Mastersmótinu á 9 undir pari, 279 höggum og nú verður að fara fram bráðabani milli þeirra. Adam Scott á færi á að vinna fyrsta Masters titil fyrir Ástrali – Ángel Cabrera gerir allt til þess að heiðra 90 ára afmælisdag „El Maestro“, sem er kallaður faðir golfíþróttarinnar í Argentínu. Annarhvor þeirra kemur til með að klæðast græna jakkanum eftir smá stund…. en fyrst æsispennandi bráðabani á 18. holu Augusta National.
Guan með lægsta skor áhugamanna
Tianlang Guan lauk lokahring sínum á Masters nú í dag sunnudaginn 14. apríl 2013. Hann var á 3 yfir pari, 75 höggum, fékk 15 pör og 3 skolla og var á samtals skori upp á 12 yfir pari. Þetta er alveg ótrúlegur árangur 14 ára stráks, sem enn er í 8. bekk í Kína. Hann varð yngstur til að taka þátt í Masters og er yngstur til að komast í gegnum niðurskurð. Hann var á besta skori þeirra 6 áhugamanna sem þátt tóku í 77. Masters mótinu og hlýtur því silfurbikarinn, sem Guan fær afhentan um leið og sigurvegari mótsins er klæddur í græna jakkann. „Ég held að ég hafi Lesa meira
Tiger lauk Masters á 70
Tiger Woods var nú rétt í þessu að ljúka leik á 77. Mastersmótinu. Hann var á 2 undir pari, 70 höggum á lokahringnum. Samtals lék Tiger á 5 undir pari, 283 höggum (70 73 70 70), sem er stórglæsilegt miðað við að 3 högganna voru víti sem hann fékk á 15. holu á 2. hring og fór í gegnum taugatrekkjandi umræðu um frávísun úr mótinu. Í viðtali eftir lokahringinn sagði Tiger m.a. að erfitt hefði verið að slá aðhögginn, þau hefðu runnið lengra en venjulega, en erfitt hefði verið að lesa flatirnar, því þær hefðu verið hægari. Aðspurður hvað hann hefði sleppt að gera á lokahringnum, sem hann hefði þurft Lesa meira
Cabrera leiðir eftir 9 lokaholur
Ángel Cabrera frá Argentínu er í forystu þegar aðeins er eftir að leika 9 holur af the Masters risamótinu 2013. Hann átti glæsilega fyrri 9 þar sem hann spilaði skollafrítt, hélt sínu og gerði betur bætti við 2 fuglum á par-5 2. holunni (Pink Dogwood) og par-4 7. holunni (Pampas). Cabrera hefir 2 högga forystu á næsta mann, bandaríska kylfinginn Brandt Snedeker sem er á 7 undir pari samtals. Jafnir í 3. sætinu eru síðan Ástralarnir Jason Day og Adam Scott á 6 undir pari; landi þeirra Marc Leishman er einn í 5. sæti á samtals 5 undir pari og Daninn ungi Thorbjörn Olesen er búinn að vinna sig upp Lesa meira
Þýsk snilli
Ótrúlegir hlutir eru að gerast á 4. og lokahring Augusta Masters. Þýska Ryder Cup kylfingnum Martin Kaymer var ekkert búið að ganga sérlega vel í þessu Masters móti. Völlurinn hentar einfaldlega leik hans ekki hefir hann sagt í viðtölum. Er það að breytast? Nú á 4. og síðasta hringnum fékk hann 5 fugla í röð á allar síðustu holurnar!!!!…. hann kom inn á skori upp á 2 undir pari, 70 högg. A.m.k. fer hann með fuglabragð frá Augusta þetta árið og verður gaman að fylgjast með honum 2014. Nú rétt áðan fór Þjóðverjinn Bernhard Langer út og er þegar kominn á 3 undir pari…. eftir 3 holur, fékk fugla á Lesa meira
Na með 10 högg á 12. braut!
Kevin Na spilaði nú í þessu par-3 12. braut Augusta National (Golden Bell), eina þekktustu par-3 braut í heiminum á 10 höggum. Bolti Na lenti nokkrum sinnum í Rae´s Creek (á fyrir framan flötina) og hann varð að því að endurtaka höggið. Golden Bell er 142 metra löng. Na setti þó ekkert met hér því það á Tom Weiskopf frá árinu 1980 þegar hann spilaði 12. á Augusta á 13 höggum. Aumingja Na, það á ekki af þessum kylfingi að ganga!
The Masters í beinni
Fyrsta risamót ársins meðal karlkylfinga, The Masters hóf göngu sína fimmtudaginn 11. apríl s.l. og að venju á Augusta National golfvellinum. Allir bestu kylfingar heims eru meðal keppenda en einnig nokkrir óþekktir áhugamenn og þar hefir hin ungi, kínverski Guan Tianlang aldeilis slegið í gegn en hann lék 1. hringinn á 73 höggum, mun betur en margir sem reyndari eru. Hann er sá yngsti sem komist hefir í gegnum niðurskurð á PGA Tour móti aðeins 14 ára og eftir 3. dag er hann í 3. neðsta sæti þeirra sem komust áfram. Ótrúlegur árangur 14 ára stráks!!! Eftir 3. hring leiða Argentínumaðurinn Ángel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker. Tiger er til Lesa meira
Stendur Ástrali uppi sem sigurvegari?
Greg Norman, alías hvíti hákarlinn, vill ekkert fremur en að sjá einhvern landa sinna, Adam Scott, Jason Day eða Marc Leishman í græna jakkanum á sunnudaginn. Reyndar töldu allir fyrir nokkrum áratugum síðan að Greg Norman myndi sigra á Masters, en í staðinn fylgdist fólk í sjokki með þegar hann tapaði hverjum bráðabananum á fætur öðrum og varð hvað eftir annað í 2. sæti …. jafnvel árið 1996 þegar hann jafnaði glæsilegt vallarmet Nick Price frá 1986 á Augusta National upp á 63 högg! … öðru nær!!! Nick Faldo stal sigrinum og íklæddist græna jakkanum í 3. sinn, það ár. Ástralskur kylfingur hefir aldrei sigrað í the Masters risamótinu og Lesa meira
Olesen með 68 á 3. hring Masters
Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen stóð sig hreint með afbrigðum vel á 3. hring The Masters í gær og átti stjörnuleik. Hann var meðal þeirra 7 sem rétt náðu að komast í gegnum niðurskurð í risamótinu á 10 högga undanþágunni s.l. föstudag, en meðal þessara 7 voru 14 ára kínverski undrastrákurinn Guan Tianlang, Lucas Glover og Bubba Watson. En leikur upp á 68 högg í gær, laugardaginn 13. apríl 2013 á 3. hring the Masters kom honum í samtals parið eftir 3 hringi og eins fór hann upp um 37 sæti og deilir nú 18. sætinu með Zach Johnson, Justin Rose, Jason Dufner og Fred Couples (sem átti því miður ólánshring Lesa meira










