Rory:„Veit ekki hvað ég á að gera“
Kringumstæðurnar voru ólíkar en útkoman næstum sú sama fyrir Rory McIlroy. Fyrir 2 árum var McIlroy í forystu fyrir lokahringinn á Augusta National og var á 80 höggum. Í gær, á laugardeginum á Masters, var hann alveg jafn týndur eftir að hafa verið á 79 höggum og þ.á.m. með tvær 7-ur á skorkorti sínu. „Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Rory leitandi að svari við gátunni sem Augusta National hefir verið fyrir hann. „Mér finnst eins og ég hafi spilað nógu yfirvegað. Ég meina ég var að spila eins og ég veit að ég á að gera. Ég var ekkert að færast of mikið í fang og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Roberto de Vicenzo – 14. apríl 2013
Það er argentínski stórkylfingurinn Roberto de Vicenzo, sem er afmæliskylfingur dagsins. De Vicenzo fæddist í Villa Ballester, úthverfi Buenos Aires, 14. apríl 1923 og á því 90 ára stórafmæli í dag!!! Það er m.a. De Vicenzo vegna sem Ángel Cabrera blóðlangar til þess að sigra á the Masters risamótinu í dag, til þess að heiðra afmælisdag þessa aldna heiðurskylfings. De Vicenzo gerðist atvinnumaður 1938 (þ.e. fyrir 75 árum!!!) og hefir á löngum ferli sínum, sem atvinnumaður unnið á yfir 230 mótum um allan heim, þar af 8 á PGA Tour. Þekktastur er hann þó fyrir að sigra á Opna breska 1967, fyrstur Argentínumanna til þess að vinna risamótstitil. De Vicenzo Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Ángel Cabrera?
Ángel Cabrera fæddist 12. september 1969 á Córdoba í Argentínu og er því 43 ára. Hann hefir spilað bæði á Evróputúrnum og PGA Tour. Á spænsku er viðurnefni hans „El Pato“ sem þýða má sem „öndin“ á íslensku, en það viðurnefni hefir hann vegna vaggandi göngulags síns. Hann hefir sigrað bæði á Opna bandaríska og The Masters og er fyrsti Argentínumaðurinn í báðum tilvikum til þess að takast það. Nú er hann í forystu fyrir lokahring the Masters risamótsins 2013. Backgrunnur Pabbi Ángel , Miguel var verkamaður og mamma hans vann sem þjónustustúlka. Ángel var bara 3 eða 4 ára þegar foreldrar hans skildu. Hann var skilinn eftir í umsjá Lesa meira
Hvað er í pokanum hjá Snedeker?
Í gær var Brandt Snedeker á 3 undir pari, 69 höggum á Augusta National og leiðir fyrir lokahringinn, sem verður spilaður í kvöld ásamt Argentínumanninum Angel Cabrera. Báðir eru á samtals 7 undir pari, 209 höggum . Á skollafríum hring sínum var Snedeker með eftirfarandi í pokanum: DRÆVER: TaylorMade Burner SuperFast (8.5°) með Fujikura Motore VC 7.2 skafti. BRAUTARTRÉ: Tour Edge Exotics CB4 (13°) með Fujikura Motore Speeder 8.1X skafti. BLENDINGUR: Ping Anser (20°) með UST Mamiya 100 X skafti. JÁRN: Bridgestone J40 Cavity Back (4-PW) með SteelFiber i95 Constant Weight sköftum. WEDGAR: Bridgestone J40 (52° og 56°) og Titleist Vokey Design TVD (60°) með True Temper Dynamic Gold S400 sköftum. PÚTTER: Odyssey White Hot XG Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker?
Golf 1 hefir áður svarað spurningunni í fyrirsögn í 4 greinum um Brandt Snedeker, sem nú leiðir ásamt Angel Cabrera fyrir lokahring the Masters 2013. Skoða má greinarnar með því að smella á eftirfarandi: Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker nr. 1? Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker nr. 2? Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker nr. 3? Hver er kylfingurinn: Brandt Snedeker nr. 4?
Cabrera og Snedeker í forystu fyrir lokahringinn á The Masters
Það eru Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker, sem eru í forystu á the Masters 2013. Báðir hafa leikið á samtals 7 undir pari, 209 höggum; Cabrera (71 69 69) og Snedeker (70 70 69). Aðeins 1 höggi á eftir er Ástralinn Adam Scott, sem er að reyna að vinna fyrsta risamótstitil sinn. Scott hefir leikið á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 72 69). Fjórða sætinu deila landar Scott, enn öðru höggi á eftir en það eru þeir Marc Leishman og forystumaður gærdagsins Jason Day, báðir á 5 undir pari, samtals, hvor. Í 6. sæti er Bandaríkjamaðurinn og núverandi heimsmeistari í holukeppni Matt Kuchar á samtals 4 Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Pabbinn háttaði 3 ára dóttur sína, sagði henni sögu og hlustaði síðan á bænir hennar, sem hún lauk með því að segja: „Guð blessi mömmu, Guð blessi pabba, Guð blessi ömmu og bless afi.“ „Pabbinn spurði: „Af hverju sagðirðu bless afi?“ Litla stelpan svaraði: „Ég veit það ekki, mér fannst bara rétt að segja það.“ Næsta dag dó afinn. Pabbinn hélt að þetta væri nú skrítinn tilviljun. Nokkrum mánuðum síðar er pabbinn enn eitt skiptið að fylgja litlu stelpunni sinni í rúmið og hlustar á bænir hennar. Hún segir: „Guð blessi mömmu, Guð blessi pabba og bless amma.“ Næsta dag deyr amman. „Jesús Pétur,“ hugsar pabbinn „barnið er þrælskyggnt.“ Nokkrum Lesa meira
Ætti Tiger að hætta á Masters?
Svo sem fjallað hefir verið um á öllum golffréttamiðlum í dag breytti mótanefnd The Masters frávísunarvíti sem vofði yfir Tiger í 2 högga víti og hann er að fara að tía upp núna, er í þessum skrifuðu orðum á æfingasvæðinu að hita upp. Tiger á rástíma eftir 45 mínútur (kl. 13.45 að staðartíma og kl. 17:45 hér á Íslandi). Mörgum finnst að Tiger eigi þó hann megi fyrir náð nefndarinnar halda áfram í mótinu segja sig frá því, því atvikið á 15. braut verði alltaf umdeilt. Meðal þeirra sem svo telja er Sir Nick Faldo og golfsjónvarpsþáttastjórnandinn Feherty. En af hverju ætti Tiger að hætta? Regla 33-7 sem Nefndin beitti Lesa meira
Heldur Fred Couples út?
Fred Couples er stórhættulegur á Augusta National og takist honum að sigra skrifar hann sig í sögubækurnar fyrir að vera elsti keppandinn til þess að hafa sigrað á the Masters. Couples er 53 ára, fæddur 3. október 1959. Síðast sigraði Couples á The Masters 1992, fyrir 21 ári. Hins vegar er þekkt að í mótum byrji Couples vel, en brotni síðan niður. Spurning hvernig og hvort hann stenst álagið nú um helgina. Sem stendur er Fred Couples T-2, þ.e. jafn Ástralanum Marc Leishman í 2. sæti á samtals 5 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir forystumanninum Jason Day. En jafnvel þó Couples standi ekki uppi sem sigurvegari er varla Lesa meira
Tiger fékk ekki frávísun
Tiger Woods hlaut ekki frávísun úr Masters vegna þess hvar hann lét bolta sinn falla þegar hann endurtók högg á 15. holu Augusta National (eftir að fyrri bolti hans hafnaði í vatnstorfæru) á 2.hring The Masters. En hann fær 2 högg í víti og er því á samtals 1 undir pari en ekki 3 undir pari og því 5 höggum á eftir forystumanni The Masters risamótsins í hálfleik, Jason Day. Skv. fyrrum framkvæmdastjóra USGA David Fay var lítið svigrúm til túlkanna á reglunni. „Á grundvelli þess hvernig reglurnar eru ritaðar sé ég ekki hvernig hann (Tiger) getur verið annað en áhorfandi í dag (laugardag),“ sagði Fay. Þegar Fay fékk upplýsingar Lesa meira










